Um fimmtán manns verða ráðnir á vegum Borgarbyggðar og stofnana sveitarfélagsins í sérstök verkefni í sumar með stuðningi atvinnuleysistryggingasjóðs. “Í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi á svæðinu skoruðum við á stofnanir sveitarfélagsins að sækja um stuðning úr atvinnuleysistryggingasjóði. Við sóttum um styrk til að manna tæplega 20 störf og fengum stuðning í fimmtán fyrir félagsmiðstöð, bókasafn, leikskólana og bæjarskrifstofunar en stærsti hópurinn er að fara af stað í umhverfisátak á vegum sveitarfélagsins,” segir Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar.