Atvinna – íþróttamiðstöðvar

júlí 16, 2007
Borgarbyggð auglýsir eftir starfsmönnum í íþróttamiðstöðina á Varmalandi og íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum. Bæði störfin eru 100% störf. Störfin fela í sér umsjón og gæslu mannvirkis, baðvörslu (kvennaklefar), þrif, afgreiðslu, uppgjör, innkaup, eftirlit tækja o.fl. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum, auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi.
 
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og geta hafið störf eigi síðar en 1. september 2007. Laun samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga. Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða. Vinnustaðurinn er reyklaus. Umsóknafrestur er til 10. ágúst.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14. Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða í síma 433-7100 eða á netfangið indridi@borgarbyggd.is.
 

Share: