Harald Björköy |
Norski tenórsöngvarinn Harald Björköy hóf feril sinn árið 1982 og hefur sungið á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur hlotið hinn virtu Griegverðlaun fyrir flutning sinn og upptökur á sönglögum Griegs. Harald er nú prófessor í söng við Griegakademíuna í Bergen.
Selma hefur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis og leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum. Hún hefur starfað mikið með söngvurum og öðrum hljóðfæraleikurum m.a. með Kammersveit Reykjavíkur, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Selma starfar sem meðleikari við söngdeild Listaháskóla Íslands og píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar og hefjast kl. 20.00. Aðgangseyrir er 1500 krónur en frítt fyrir ungmenni og félaga í Tónlistarfélaginu.