ART réttindanámskeið

maí 24, 2024
Featured image for “ART réttindanámskeið”

Aggression Replacement Training

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar stendur fyrir ART réttindanámskeiði. ART teymi sem starfandi er á suðurlandi sér um kennslu á námskeiðinu.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur réttindi til þess að starfa sem ART þjálfarar.
ART er þríþætt hugrænt atferlisinngrip þar sem unnið er með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði. ART er fastmótað uppeldisfræðilegt
þjálfunarmodel sem hefur það að markmiði að bæta samskiptafærni, draga úr hegðunarvanda, koma í veg fyrir ofbeldi og styrkja siðferðisleg
gildi einstaklinga.
Námskeiðið er kennt í tveimur lotum, lota 1 er dagana 7.-9. ágúst og lota 2 er 24. október

  • Tímasetning: 9.00 – 16.00 alla dagana
  • Dagsetning: 7. – 9. ágúst og 24. október 2024
  • Staðsetning: Grunnskóli Borgarfjarðar- Hvanneyri (Túngata 18)
  • Kostnaður vegna námskeiðsins er: 112.000.-

Skráning fer fram í gegnum netfangið skolathjonusta@borgarbyggd.is.

Gefa þarf upp nafn og kennitölu, símanúmer og vinnustað. Skráningarfrestur til 3. júní 2024


Share: