Ársskýrsla Safnahúss komin út

janúar 18, 2008
Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2007 liggur nú fyrir og hefur verið samþykkt af menningarnefnd Borgarbyggðar, sem jafnframt er stjórn Safnahúss. Í skýrslunni er kveðið á um helstu verkefni Safnahúss á árinu sem leið. Nálgast má skýrsluna með því að smella hér.
Á margan hátt má segja að þetta hafi verið viðburðaríkur tími og ýmislegt hefur áunnist. Árið 2007 hófst með slitum á byggðasamlagi um Safnahús og gerð þjónustusamninga við fyrri meðeigendur. Sérstakur vinnuhópur um starfsemina var skipaður í framhaldinu og skilaði hann áliti sínu í mars. Það álit hefur verið megin leiðarljós starfseminnar á árinu auk menningarstefnu sveitarfélagsins sem menningarnefnd vann og samþykkt var í sveitarstjórn í október (sjá www.borgarbyggd.is). Ása Harðardóttir sagði upp starfi sínu sem forstöðumaður í byrjun árs og eru henni hér með færðar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu safnanna. Núverandi forstöðumaður er Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi.
Á árinu lauk Pourquoi-pas? sýningunni sem staðið hafði í rétt ár og var hún höfð opin alla daga sumarsins 2007 með dyggri aðstoð eldri borgara í Borgarfirði sem stóðu vaktina ásamt starfsfólki Safnahúss. Margar uppákomur voru á árinu og tókust vel. Söfnunum voru færðar góðar gjafir og er gott til þess að vita að þau eiga sér hollvini úti í samfélaginu.
Sjá nánar á www.safnahus.is
 

Share: