Árshátíð Laugargerðisskóla var haldin síðastliðinn laugardag. Sýndir voru þættir úr leikritinu Ronju ræningjadóttur við góðar viðtökur áhorfenda.
Með þessari frétt eru nokkrar myndir sem nemendur tóku á lokaæfingunum fyrir sýningu. að lokinni uppfærslunni var haldin kaffiveisla fyrir alla viðstadda.
Næsti viðburður í skólanum er á Öskudag, miðvikudaginn 21. febrúar og þá verður grímuball eftir hádegismatinn, kötturinn sleginn úr tunnunni og allir skemmta sér.
Venjulegur skóladagur er fram að hádegi. Í tilkynningu á heimasíðu skólans segir að foreldrar og yngri systkini séu velkomin, eins og alltaf. Nauðsynlegt er að foreldrar fylgi yngstu börnunum.