Árleg bólusetning gegn influensu er að hefjast á HVE Borgarnesi í vikunni.
Bólusetningin fer fram á eftirfarandi dögum:
- Miðvikudaginn 14. október Kl. 15 – 18
- Miðvikudaginn 21. oktober Kl. 15 – 18
- Og síðan á miðvikudögum frá kl. 14 – 16
Ekki þarf að panta tíma.
Vegna fjölgunar smita í samfélaginu eru skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HVE beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetninu:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Þungaðar konur.
Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald skv. reglugerð nr. 225/2018.