Veitur vilja koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri til íbúa í Borgarbyggð:
Vegna jarðskjálftanna höfum við slökkt á dælum vatnsveitu í Grábrók. Vatnsbólið þar er viðkvæmt fyrir skjálftum en vatnið getur gruggast við þá. Við viljum koma í veg fyrir að það berist inn á kerfið.
Af þessum sökum geta viðskiptavinir Bifröst, Varmalandi, Munaðarnesi og í sumarhúsahverfum milli Grábrókar og Borgarness fundið fyrir lægri þrýstingi á kalda vatninu eða jafnvel vatnsleysi næstu klukkustundirnar. Við munum halda ykkur upplýstum um framvinduna.