Það voru kátir nemendur sem vígðu aparóluna á Hvanneyri 7. júní sl., enda búið að vera langþráður draumur að eignast slíkt leiktæki við skólann. Með góðri samvinnu nemenda, starfsfólks, ungmennafélagsins Íslendings og íbúasamtakana á Hvanneyri fóru nemendur í söfnun í vetur fyrir aparólu. Safnað var dósum á Hvanneyri og nágrenni og voru nemendur með lestrar- og stærðfræðimaraþon þar sem þeir söfnuðu áheitum. Söfnunin gekk vonum framar og náðist markmiðið um áramótin og var aparólan vígð síðasta skóladaginn með pomp og prakt.
Skólinn þakkar kærlega fyrir allan stuðningin í samfélaginu en án hans hefði þetta ekki verið hægt. Einnig er áhaldahúsinu þakkað fyrir aðstoðina við uppsetningu rólunnar.
Myndband frá vígsluathöfninni má sjá hér.