Andabær fær Grænfánann

júní 25, 2013
Nýverið fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni á vegum Landverndar og til þess gert að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverfisins og setja sér ný markmið á tveggja ára fresti. Í dag er Andabær komin með 20 markmið og þau þrjú markmið sem skólinn settti sér í vor eru, útikennsla og vettvangsferðir, moltugerð og gróðursetning og umhirða trjáplantna á skólalóðinni.
Í tilefni dagsins var foreldrum, sveitarstjórn og fleirum boðið að vera viðstödd afhendinguna og þiggja léttar veitingar í leikskólanum.
 

Share: