Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

janúar 28, 2013
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 10. sinn þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi um stefnumótun á netinu með eftirfarandi málstofum:
• Netið og skólinn
• Uppeldi og netið
• Samfélagsmiðlar
• Tækni og öryggi
• Lagaumhverfi
Málþingið verður haldið á Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð og verður nánar auglýst síðar.
 
 

Share: