Kynning á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008 – 2020 og umhverfisskýrslu.
Vinna við nýtt aðalskipulag hefur staðið yfir í tæp tvö ár en er nú senn á lokastigi.
Á síðustu kynningarfundum sem nú eru orðnir fjórir talsins, hefur áhersla verið lögð á landnotkun dreifbýlisins en á þessum fundi verður skipulag Borgarness sérstaklega til umfjöllunar ásamt umhverfisskýrslu aðalskipulagstillögunnar. Aðalskipulagstillöguna ásamt fylgigögnum má finna á heimasíðu Landlína, www.landlinur.is. Gögnin verða jafnframt til sýnis á fundarstað en húsið opnar kl. 19:30.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 5. maí n.k. og hefst kl. 20:00. Kaffiveitingar – allir velkomnir.