Aldan – dósamóttaka
Nýtt greiðslufyrirkomulag hefur tekið gildi í Öldunni – dósamóttöku. Nú er skilagjald fyrir plastflöskur, áldósir og glerflöskur greitt beint inn á greiðslukort. Opnunartími dósamóttöku er 8:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00 alla virka daga.
Dósamóttakan tekur á móti plastflöskum, áldósum og glerflöskum gegn skilagjaldi. Einnig er tekið á móti glerkrukkum, en ekkert skilagjald er á þeim. Dósamóttakan selur einnig stóra og sterka ruslapoka sem framleiddir eru á staðnum.
Aldan – vinnustofa
Unnið er að fjölbreyttum verkefnum í vinnustofunni Öldunni. Meðal annars tekur vinnustofan að sér verkefni fyrir fyrirtæki. Einnig framleiðir vinnustofan taupoka, kerti, hárklæði og borðtuskur.
Starfsmenn hafa einnig aðgang að vefstól. Vinnustofan tekur virkan þátt í verkefninu „Plastpokalaust samfélag“ með gerð fjölnotapoka. Íbúar Borgarbyggðar og ferðamenn eru hvattir til að versla við vinnustofuna, en opnunartími hennar er 8:00-12:00 og 13:00 – 16:00 alla virka daga.
Aldan er til húsa að Brákarbraut 25.