 Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar æfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir.
Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar æfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir.Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi.
Reglur um styrkveitingar vegna aksturs barna búsett í dreifbýli sem stunda reglulega íþróttaæfingar á vegum félagssamtaka í Borgarbyggð. 
Hér er um að ræða skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka, ekki einstaklinga eða utanaðkomandi félaga.  Markmið með reglum þessum er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar barna og unglinga í dreifbýli til íþróttaiðkunar.  
1. gr.  Styrkir eru greiddir vegna barna/unglinga á aldrinum 6-16 ára er hafa átt lögheimili í Borgarbyggð s.l. 6 mánuði áður en umsókn er skilað inn.
2. gr. Til að eiga rétt á styrk þarf að framvísa á skrifstofu Borgarbyggðar:
- Akstursdagbók
- Kvittun fyrir æfingagjöldum.
- Staðfestingu frá íþróttafélagi og/eða deild, þar sem fram kemur að æfingar eru stundaðar í a.m.k. 12 skipti yfir árið.
3. gr.  Aðeins er greiddur einn styrkur á heimili á ári, óháð fjölda barna.
4. gr.  Styrkirnir ná til skipulagðra íþróttaæfinga sem stundaðar eru innan sveitarfélagsins.
5. gr.  Ekk i er greitt til íbúa sem búa innan 10 km ( aðra leið ) frá æfingastað.
6. gr.  Upphæð styrks skal vera:
  a. Fyrir íbúa sem búa í 10-19 km fjarlægð greiðast kr. 
  16.000 á ári.
  b. Fyrir íbúa sem búa í 20-29 km fjarlægð greiðast kr.  
  25.000 á ári.
  c. Fyrir íbúa sem búa í 30 km fjarlægð eða meira
greiðast kr. 37.000 á ári.