Í þessari viku eru foreldraviðtöl hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en þá koma foreldrar með börnum sínum í tíma. Þetta er fastur liður í starfi skólans.
Annar mikilvægur þáttur í tónlistarnámi er að koma fram á tónleikum. Sem dæmi um slíkt má nefna að nemendur skólans heimsóttu eldri borgara í Borgarnesi fyrir stuttu og héldu tónleika fyrir þá, en stefnan er að vera með tónleika í félagsstarfinu þar einu sinni í mánuði í vetur. Næstu tónleikar fyrir eldri borgara verða föstudaginn 15. desember næstkomandi og verður þá flutt jólatónlist.
Eftir áramótin er stefnt á söng/leiksýningu eins og verið hefur undanfarin ár og einnig er farið að huga að hátíðarhöldum vegna 40 ára afmælis skólans, sem er á árinu 2007.
Jólatónleikar skólans fara fram sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):
Mánudagur 11. desember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum
Mánudagur 11. desember kl. 20:30 í Þinghamri Varmalandi
Þriðjudagur 12. desember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum
Þriðjudagur 12. desember kl. 20:30 í Þinghamri Varmalandi
Miðvikudagur 13. desember kl. 17:00 í Tónlistarskólanum
Miðvikudagur 13. desember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum
Fimmtudagur 14. desember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum
Föstudagur 15. desember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum
Við þetta má svo bæta að kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru í vel heppnaða námsferð til Barcelona fyrr í þessum mánuði og var sú ferð bæði lærdómsrík og skemmtileg.