
nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Það er ljóst að umhverfisnefnd skólans sem hafði veg og vanda að undirbúningi umsóknarinnar um fánann hefur unnið frábært starf.

Við athöfnina var jafnframt undirrituð auglýsing um friðlýsingu Einkunna sem fólkvangs. Árið 2004 var skipaður vinnuhópur um framtíð svæðisins og hópurinn lagði til að Eikunnir yrðu gerðar að fólkvangi og var tillaga hópsins samþykkt í bæjarstjórn síðastliðið haust. Í markmiðsgrein friðlýsingarinnar segir: „Markmið með friðlýsingu svæðisins Einkunna sem fólkvangs er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu“.
Það má því með sanni segja að s.l. föstudagur hafi verið dagur umhverfisins í Borgarbyggð.