Æskulýðsballið tókst vel

nóvember 18, 2010
Árlegt Æskulýðsball fór fram í menningarhúsi Borgarbyggðar s.l. fimmtudag. Þetta var í 18. skipti sem félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir dansleik fyrir unglinga af öllu Vesturlandi og víðar í tengslum við forvarnadaga.
 
Að þessu sinni mættu um 400 unglingar á svæðið og skemmtu sér hið besta en ekki eitt agabrot kom upp á þessum glæsilega dansleik og skemmtu sér allir vel í nýja menningarhúsinu og að sjálfsögðu án vímuefna.
Margir skólar og félagsmiðstöðvar bjóða þennan dag upp á fræðslu og forvarnir t.d. var unglingum í Grunnskóla Borgarfjarðar boðið upp á kynfræðslu og fræðslu um hættur sem fylgja kynsjúkdómum.
Í Óðali var mjög góður fræðslufundur fyrir foreldra um fíkniefnamál sem var haldinn kvöldið á undan ásamt því að farið var yfir það fjölbreytta starf sem unglingum stendur til boða í félagsmiðstöðinni. Þar mættu einnig fulltrúar lögreglu, þau Laufey og Kristján og fræddu foreldra um fíkniefni og leitarstarf.
Aldrei verður of oft endurtekið hve náin samskipti foreldra við unglinga og samvera fjölskyldunnar á þessum viðkvæmu unglingsárum er mikilvægt forvarnarstarf.
ij
 
 

Share: