Æskulýðsballið tókst frábærlega

nóvember 18, 2009
Árlegt Forvarna- og æskulýðsball unglinga fór fram í Borgarnesi síðasta fimmtudag og mættu á fjórða hundrað unglingar á svæðið og skemmtu sér hið besta án vímuefna.
Uppákoma þessi er eitt fjölmennasta unglingaball sem haldið er árlega á svæðinu og mjög vinsælt meðal unglinga.Verkefnið er samstarfsverkefni Félagsmiðstöðvarinnar Óðals og Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sem sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Margir skólar sem mæta vinna forvarnarverkefni daganna á undan inn í skólunum og félagsmiðstöðvum og endar sú vinna með því að dreift er slagorðum í barm unglinga sem mæta á Æskulýðsballið.
Ekkert agabrot kom upp sem er lýsandi dæmi um hve unglingarnir virða þessa samkomu og vilja halda henni áfram.
ij
 

Share: