Frá undirbúningshópi tónleikanna:
Föstudaginn 11. desember næstkomandi verða haldnir aðventutónleikar í Reykholtskirju. Að tónleikunum standa þeir kórar í Borgarfirði sem undanfarin ár hafa sungið á aðventutónleikum á sama stað en áður voru tónleikarnir í boði Sparisjóðs Mýrasýslu. Tónleikarnir eru nú haldnir með stuðningi nokkurra fyrirtækja í héraði er aðgangur ókeypis.
Um leið og við þökkum þessa tónleika á liðnum árum viljum við taka fram að yfirskrift og umfjöllun um tónleikana á Mbl.is síðastliðinn sunnudag er ekki frá okkur komin og við hörmum hana.
Þorvaldur Jónsson og Steinunn Árnadóttir