Aðventurölt í gamla miðbænum

desember 18, 2012
Næstkomandi miðvikudagskvöld bjóða ýmis fyrirtæki í gamla miðbæ Borgarness heim og verða með ýmis tilboð í tilefni aðventu. Safnahús tekur dyggilega þátt með aukaopnun bókasafnsins frá 19-22 þetta kvöld auk þess sem myndlistarkonurnar Jóhanna Stefánsdóttir og Björk Jóhannsdóttir verða á vaktinni á sýningu sinni.
Um aðventutilboðin má lesa hér fyrir neðan.
Egils Guesthose verður með opið hús og er heitt kakó og piparkökur á boðstólum.
TK hársnyrtistofa verður með gjafabréf til sölu og býður 10% afslátt af öllum vörum nema raftækjum og 15% afslátt af D:fi hárvörum.
Í Borgarnes Bed and Breakfast verða dyrnar opnaðar á þessu gamla kaupfélagsstjóraheimili. Gjafabréf verða til sölu og kakó og flatkökur í boði.
Rauðakrossbúðin verður opin og tilboð í gangi, kaffi og konfekt.
Í Landnámssetrinu verður gestum boðið á sýningarnar og heitt kakó og smákökur í boði.
Sjúkranuddstofa Ebbu verður með gjafakort til sölu. Þeir sem vilja geta fengið frítt 15 mínútna nudd frá kl 19.00 til 22.00. Þar verða einnig ný prjónamunstur og dýramyndir fyrir prjón til sölu.
Jenný Lind Egilsdóttir á snyrtistofunni verður með ráðleggingar og aðstoð með jólaförðun og kynningu á nýjungum í möskum á andlit, hendur og fætur. Alls kyns tilboð verða í gangi og gjafakort til sölu.
Handavinnuhúsið býður 20% afslátt.
 
Blómaborg verður með 10% afslátt af öllum vörum í nýju versluninni og ýmis skemmtileg tilboð í gangi.
 
Í Safnahúsinu verður bókasafnið opið frá 19-22 og listakonurnar Björk Jóhannsdóttirog Jóhanna Stefánsdóttir taka á móti gestum á myndlistarsýningu sinni sem hefur hlotið frábærar undirtektir.

Share: