Aðventuhátíð Borgarbyggðar

desember 3, 2024
Featured image for “Aðventuhátíð Borgarbyggðar”

Kæru íbúar,

Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir að fagna með okkur fyrsta degi í aðventu í Skallagrímsgarði. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ljúfur jólaandinn ásamt dásamlegu veðri gerði þetta að einstakri upplifun. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og gerðu daginn eftirminnilegan. Við vorum svo heppin að Stefan Ryszard Wiktorowski var á svæðinu með dróna og við fengum leyfi til að deila þessum fallegu myndböndum sem hann tók á vegginn okkar ásamt nokkrum viðbótarmyndum sem voru teknar á hátíðinni.

Bestu jólakveðjur, Borgarbyggð


Share: