Aðalfundur Dvalarheimilisins var 20. apríl

maí 4, 2010
Stjórn DAB
Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi vegna rekstrarársins 2009 var haldinn í húsakynnum heimilisins þriðjudaginn 20. apríl síðastliðinn. Þar flutti formaður stjórnar, Magnús B. Jónsson, skýrslu stjórnar. Komu þar fram einlægar þakkir stjórnar til starfsmanna heimilisins fyrir gott og fórnfúst starf í þágu heimilisins. Rekstur heimilisins á árinu 2009 kom vel út og skilaði hagnaði frá reglubundnum rekstri. Velta heimilisins er komin upp í tæpar 300 milljónir og starfa 70 starfsmenn í 40 stöðugildum hjá DAB, er nú svo komið að DAB er einn af stærri vinnustöðum héraðsins. Stjórn DAB hefur verið óbreytt frá því um mitt ár 2006 og er þannig skipuð:
Magnús B. Jónsson er formaður, Jón G. Guðbjörnsson er varaformaður, ritari er Ingunn Alexandersdóttir og meðstjórnendur eru Þór Þorsteinsson, Guðsteinn Einarsson og Sæunn Oddsdóttir.
Af heimasíðu DAB
 

Share: