Að afloknu Unglingalandsmóti

ágúst 5, 2016
Featured image for “Að afloknu Unglingalandsmóti”

Byggðarráð Borgarbyggðar bókaði eftirfarandi á 384. fundi sínum í gær, fimmtudaginn 4. ágúst.

„Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi dagana 28. – 31. júlí sl. Samstarf Borgarbyggðar við UMFÍ og UMSB við undirbúning og framkvæmd mótsins var eins gott og hugsast gat. Ungmennafélagshreyfingunni eru því færðar þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf við þetta stóra verkefni. Starfsmönnum Borgarbyggðar og þeim gríðarlega fjölda sjálfboðaliða úr héraðinu sem komu að framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt skulu einnig færðar sérstakar þakkir. Án þess metnaðar og dugnaðar sem einkenndi aðkomu heimafólks væri ógerlegt að standa fyrir viðburði sem þessum. Öll umgengni og nærvera gesta á meðan á mótinu stóð var síðan til fyrirmyndar. Lögreglan lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með góð samskipti við mótsgesti. Að lokum má nefna að frágangur á tjaldstæði að mótinu afloknu var einstaklega góður og var hann í samræmi við þann anda sem ríkti meðal mótsgesta alla helgina.“


Share: