Framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þarf fyrir allri efnistöku í sveitarfélaginu á landi, úr ám, vötnum, fjörum og af hafsbotni allt að 115 metrum frá stórstraumsfjöruborði landareignar. Oft þarf einnig leyfi fleiri aðila t.d. Fiskistofu ef um er að ræða efnistöku úr ám og vötnum. Sjá hér upplýsingasíðu um efnistöku, lög og reglugerðir sem gilda um hana.