Landsþing Kvenfélagasambands Íslands er haldið á þriggja ára fresti víðsvegar um landið. 39. landsþing KÍ fer fram í Borgarbyggð dagana 15.-17. október og von er á 200 konum allsstaðar af landinu.
Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að kvenfélög landsins ættu sér samstarfsvettvang og málsvara. Innan KÍ starfa 17 héraðssambönd með um 154 kvenfélög innanborðs.
Borgarbyggð hvetur íbúa og fyrirtæki til þess að flagga fyrir kvenfélagskonum.