Barnapakki Borgarbyggðar var afhentur í fyrsta sinn árið 2019 á Heilsugæslunni í Borgarnesi. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungbarnaeftirlit heilsugæslunnar og hafa alls verið afhendir 130 pakkar síðan farið var af stað.
Bakhjarlar verkefnisins og jafnframt þau fyrirtæki/stofnanir, sem eru grundvöllur þess að hægt sé að halda verkefninu úti eru ófá og meirihluti þeirra, sem fóru af stað með okkur eru enn bakhjarlar nú rúmum þremur árum seinna. Þessiar aðilar fá miklar þakkir fyrir og jafnframt þau fyrirtæki sem hafa bæst við síðan þá. Eru það Aldan, sem heldur utan um verkefnið, tekur gjafirnar saman í poka sem þau sauma sjálf, ásamt því að leggja til þvottastykki og taubleyjur. Kaupfélag Borgfirðinga, sem gefur vandaðan ullargalla frá 66°Norður. Nettó sem leggur til bleyjur, blautþurrkur, snuð og ýmislegt annað sem gagnast bæði foreldrum og barni. Brúartorg sem gefur garn í húfur sem prjónaðar eru af félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, ásamt vinnustofu Brákarhlíðar sem prjónar þvottastykki sem einnig eru að finna í pokanum.
Hafa þessi fyrirtæki nú þegar tekið þátt í að setja saman 15 poka á árinu og lítur út fyrir að alls verði þeir rúmlega 40 talsins.