Gjaldskrá urðunarstaðs við Bjarnhóla

nóvember 29, 2023

Vakin er athygli á gjaldskrá sem gefin var út 4. janúar 2023 vegna urðunarstaðsins við Bjarnhóla:

4. gr.

Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn. Gjald­skrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í samræmi við byggingarvísitölu um hver áramót. Neðan­greind verð miða við grunnvísitölu í desember 2022:

Timbur (ómengað og hæft í kurlun) 1.433 kr. pr. m³
Garðaúrgangur    600 kr. pr. m³
Jarðvegur    600 kr. pr. m³
Grjót og múrbrot 1.854 kr. pr. m³
Hrossatað: 1.067 kr. pr. m³

Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað. Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.

 

Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps


Share: