Íbúar í Borgarbyggð fögnuðu Þjóðhátíðardeginum með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi á íþóttavellinum og eftir að fallhlífastökkvarar höfðu svifið til jarðar fór fram knattspyrnuleikur á milli bæjarstjórnar og stjórnar knattspyrnudeildar Skallagríms. Leiknum lauk með jafntefli 2 – 2, en lið bæjarstjórnar var sterkari aðilinn frá upphafi til leiksloka
Eftir hádegið var guðþjónusta í Borgarneskirkju og síðan var skrúðganga frá Kirkjuholti í Skallagrímsgarð. Mikið fjölmenni var í Skallagrímsgarði og nutu gestir hátíðardagskrár sem og kaffiveitinga kvenfélags kvenna. Siðar um daginn var dagskrá haldið áfram í íþróttahúsinu þar sem boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá.