17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2017

júní 13, 2017
Featured image for “17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2017”

Borgarnes

 Kl. 10:00 Sautjánda júní hlaupið – Karamelluflug

Hlaup fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli og í nágrenni hans

Nokkrar vegalengdir í boði

Kl. 9:00 – 12:00 Sund

Sundlaugin opin, frítt í sund

 Kl. 11:00 Guðþjónusta í Borgarneskirkju

Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista

 Kl. 12:00 Akstur fornbíla og bifhjóla

Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhjólum upp

 Kl. 13:00 Andlitsmálning í Óðali

Andlitsmálning og hitað upp fyrir skrúðgöngu

Kl. 14:00 Skrúðganga

Gengið er frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð

Fánaborg á vegum Skátafélags Borgarness

Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Kl. 14:20 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði

Kynnar hátíðarinnar eru Lína Langsokkur og félagi

Hátíðarræðu flytur Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur

Ávarp fjallkonunnar

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Sara Guðfinnsdóttir syngur nokkur lög

Leikhópurinn SV1 sýnir brot úr Línu Langsokk

Víkingasögur og Goðheimabardagi

 Kl. 14:00 – 17:00 Á hátíðarsvæðinu í Skallagrímsgarði

Hoppukastali

Andlitsmálning

Góðgæti til sölu

 Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala í Skallagrímsgarði 

Kaffisala kvenfélagsins

 Kl. 13:00 – 17:00 Safnahús

Í Safnahúsi eru fjórar sýningar og aðgangur er ókeypis þennan dag í boði sveitarfélagsins

  • Börn í 100 ár – grunnsýning
  • Ævintýri fuglanna – grunnsýning
  • Tíminn gegnum linsuna – ljósmyndir frá Borgarnesi.
  • Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936.
  •  Jakob á Varmalæk – veggspjaldasýning

 Hvanneyri

UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að skjólbeltunum kl. 11:00. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman.

Reykholtsdalur

Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjötsveisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Hátíðarræða, fjallkonan, leikir og karamelluflugvél. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir.

 Lundarreykjadalur

Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið.

 


Share: