17. júní hátíðarhöld

júní 15, 2006
Hér kemur dagskrá hátíðarhalda á 17. júní n.k. laugardag.
 
Veðurspá er ekki hagstæð þannig að sá varnagli er sleginn að dagskrá í Skallagrímsgarði gæti færst inn í sal íþróttamiðstöðvar.
 
 
Dagskrá:
Kl. 09.00 – 12.00
17. júní sund sunddeildar
Sundlaugin opin fyrir almenning. Sunddeild bregður á leik í sundlauginni og allir sem
synda ákveðna vegalengd fá viðurkenningu.
Morgunkaffi á svæðinu í boði íþróttamiðstöðvarinnar.
Kl. 10.30
17. júní hlaup frjálsíþróttadeildar á Skallagrímsvelli
Foreldrar, ömmur og afar ! Fjölmennum og skokkum með börnunum okkar.
Kl.13.00
Skátamessa í Borgarneskirkju
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prédikar
Fjölmennum í hátíðarmessu og eigum notalega stund saman.
Kl. 13.45
Skrúðganga frá kirkju niður í Skallagrímsgarð
Skátar og Götuleikhús vinnuskólans leiða gönguna
Krakkar munið fána og veifur!
Kl.14.00
Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði
Hátíðarávarp: Björn Bjarki Þorsteinsson.
Ávarp fjallkonu: Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir.
Álftagerðisbræður syngja nokkur lög.
Götuleikhúsið flytur ævintýri fyrir yngstu börnin.
Friðrik Ómar og Geir Ólafs stíga á stokk og syngja hress lög.
Birna Karen Einarsdóttir og söngvarar úr Óðali skemmta.
Halli Reynis trúbador tekur lagið.
Skátar og Götuleikhús vinnuskólans verða með leiktæki, andlitsmálun og fleira fjör á svæðinu.
Kaffisala Kvenfélags Borgarness – ágóði rennur til líknarmála
 
Gleðilegt sumar !
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
 
 

Share: