17. júní

júní 15, 2013
Hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins verða með hefðbundnum hætti víðsvegar um sveitarfélagið:
Brautartunga í Lundarreykjadal
Ungmennafélagið Dagrenning sér um dagskrá sem hefst kl.14.00.
 
Logaland í Reykholtsdal
Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholtsdal með hefðbundnum hætti. Riðið til messu í Reykholti árdegis. Hangikjötsveisla og skemmtidagskrá í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin ógurlega mun gera árás á hátíðargesti.
 
Hvanneyri
Ungmennafélagið Íslendingur verður með skemmtidagskrá og þjóðhátíðargrill. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli að Skjólbeltum kl.11.00.
 
Lindartunga
Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk verða með leiki og veitingar.
 
Borgarnes
Hátíðarhöld á vegum Borgarbyggðar fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Lífleg og skemmtileg dagskrá allan daginn. Dagskrána má sjá hér.
 
 

Share: