15 ára afmæli Óðals – Opið hús

júní 2, 2005

Opið hús fyrir almenning föstudaginn 3. júní !

Opið hús verður í Óðali frá kl. 14.oo – 17.oo föstudaginn 3. júní í tilefni 15 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar.
Allir eru hjartanlega velkomnir í kaffi og kökur, sérstaklega eru foreldrar hvattir til að mæta og sýna unglingamenningunni áhuga með nærveru sinni.
Unglingarnir sýna gestum klúbbaaðstöðuna í kjallaranum og myndir frá liðnum árum rúlla á bíótjaldinu.
Stuttmyndir sem stuttmyndaklúbburinn hefur gert í vetur verða sýndar upp úr kl. 14.oo
Mætum öll í Óðal í tilefni dagsins.
 
Ball um kvöldið – snyrtilegur klæðnaður
Um kvöldið gefst svo nemendum 7. – 10. bekkjar kostur á að mæta á afmælis og lokaball starfsársins þar sem Skítamórall ein þekktasta hljómsveit landsins sér um fjörið frá kl. níu til miðnættis. Miðaverð aðeins 1500 kr.
ij.

 

Share: