Snorrastofa og Borgarbyggð hafa tekið á móti farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands, Á leið um landið, sem gerð er vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Sýningin stendur í Bókhlöðu Snorrastofu og mun við lok janúarmánaðar halda för sinni áfram til 11 annarra sveitarfélaga á landinu og enda í Reykjavík í desember.
Í kvöld, þriðjudaginn 20. janúar kl. 20.30, verður dagskrá í Bókhlöðunni í tilefni sýningarinnar þar sem konur í bókmenntum koma við sögu. Erindi flytja Aðalheiður Guðmundsdóttir og Helga Kress og fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands og Borgarbyggðar flytja ávörp. Sjá nánar hér.