Í dag, 18. júní, var undirritaður samningur Borgarbyggðar við Eirík Jón Ingólfsson byggingarverktaka um byggingu leikskóla við Kleppjárnsreykjaskóla. Útboð vegna framkvæmdanna fór fram í apríl á þessu ári.
Um er að ræða viðbyggingu á einni hæð við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum, um 540 m² að stærð, þar sem leikskólinn Hnoðraból verður staðsettur ásamt skrifstofum fyrir starfsfólks leikskólans og grunnskólans.
Framkvæmdir munu hefjast næstkomandi mánudag, 25. júní. Byggingareftirlitsmaður sveitarfélagsins er Benedikt Magnússon hjá verkfræðistofunni Víðsjá.
Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 19