Bakvarðasveit fyrir Búsetuþjónustu Borgarbyggðar

október 5, 2020
Featured image for “Bakvarðasveit fyrir Búsetuþjónustu Borgarbyggðar”

Bakvarðasveit fyrir starfsemi Búsetuþjónustunnar var sett á fót í upphafi Covid-19 faraldursins í vor vegna þeirri stöðu sem komin var upp í samfélaginu. Í ljósi þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga er bakvarðasveitin nú endurvakin og er hér með óskað eftir einstaklingum sem gætu veitt aðstoð. Er sérstaklega leitað af aðilum sem hafa unnið hjá Búsetuþjónustunni áður eða hafa heilbrigðis- og/eða ummönnunarreynslu.

Það þarf að tryggja áframhaldandi starfsemi fari svo að mikið brottfall verði í hóp starfsmanna en starfsemi Búsetuþjónustunnar gegnir mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu og því er nauðsynlegt að fá aðstoð við að manna störf í búsetukjarnanum.

Aðilarnir þurfa að vera hraustir og geta unnið tímabundin hlutastörf.

Vinsamlegast sendið inn nafn og símanúmer á netfangið vildis@borgarbyggd.is ef þið viljið ganga til liðs við Bakvarðasveitina. Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 433-7100.


Share: