Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára. Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.
Sigmundarstaðir. Mælimastur á Grjóthálsi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. október 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulag Sigmundarstaðir – Mælimastur á Grjóthálsi Deiliskipulagið tekur til áætlunar um að reisa mælimastur til vindrannsókna. Tillaga að deiliskipulagi Sigmundarstaðir. Mælimastur á Grjóthálsi var auglýst frá 20.06.2024 – 18.08.2024. Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum. Brugðist var við þeim eða þeim send umsögn. Deiliskipulagstillagan hefur verið send …
Nýtt inn á kortasjá sveitarfélagsins – Snjómokstur
Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins. Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“ Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið …
UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Við alþingiskosningar laugardaginn 30. nóvember 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og …
Pappírslaus Borgarbyggð reikningar
Borgarbyggð hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2025 verður eingöngu tekið við rafrænum reikningum. Einnig verður hætt að senda út reikninga til greiðenda á pappírsformi. Markmiðið með breytingunni er m.a. að auka skilvirkni í skráningu, greiðslu reikninga og lágmarka villur. Er þetta hluti af þeirri vegferð sveitarfélagsins að verða pappírslaust fyrir árið 2027. Borgarbyggð er með þessu að …
Alþingiskosningar 30. Nóvember 2024 – til upplýsinga
Boðað hefur verið til Alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Hér í Borgarbyggð verður kosið á fjórum stöðum, í Lindartungu, Hjálmakletti í Borgarnesi, Þinghamri á Varmalandi og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Er skipan í kjördeildir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar nr. 1213/2022. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá …
Opin hús vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Í dag – 31. október kl. 17:00-18:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3. hæð Í kvöld – 31. október kl. 20:00-21:30 í Þinghamri á Varmalandi Við hvetjum öll þau sem eiga land, lóð, skóg, frístundabyggð, virkjun, efnistökusvæði, verndarsvæði eða hvað sem þarf mögulega að skipuleggja, til að koma og kynna sér málið, fá svör við spurningum eða jafnvel leiðbeiningar varðandi sín mál. …
Stígalýsing Einkunnir
Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes. Lýsing á verkinu: Lýsing á stíg sem er 3 km langur Tenging strengs við spennistöð Rarik. Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik. Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum. Söndun undir og …
Framkvæmdir á Sæunnargötu
Kæru íbúar Framkvæmdum Borgarbyggðar og Veitna í Sæunnargötu miðar vel áfram og gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki fyrir lok nóvember. Þriðja og síðasta áfanga hefur verið frestað til vors þar sem vetrarveður hefur neikvæð áhrif á endingartíma lagna í opnum skurði. Við munum láta vita áður en við hefjum vinnu að nýju í vor. Veitur og Borgarbyggð …
Íþróttasvæði Borgarness – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Eftirfarandi skipulagsáætlanir voru samþykktar af sveitarfélaginu annars vegar af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 9. október 2024 tillögu að breytingu aðalskipulags samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hins vegar af skipulags- og byggingarnefnd þann 4. október nýtt deiliskipulag skv. 42. gr. sömu laga. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Íþróttasvæði og stofnanasvæði í Borgarnesi (mál nr. 31/2024 í skipulagsgátt – tengill) Deiliskipulag Íþróttasvæði Borgarbyggðar …