Áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut. Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd. Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur. Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram …

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ

Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Opnað hefur verið fyrir uppflettingar í kjörskrá sjá hér  Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri, Bæjarsveit og í Andakíl Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á …

Heggstaðir í Hnappadal, náma í Haffjarðardalsgili – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð. Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar …

Stækkun íbúðarsvæðis Í12 í Bjargslandi í Borgarnesi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. mars 2024 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Stækkun á íbúðarsvæði Í12 færsla á hringvegi um Borgarnes. Deiliskipulag Fjóluklettur við Kveldúlfshöfða Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin tekur til stækkunar íbúðarsvæðis Í12 í Bjargslandi í Borgarnesi. Um leið er gerð breyting á 1,5 km löngum kafla Hringvegar þar sem …

Fagaðili í barnaverndarþjónustu

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, …

253. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

253. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 8. maí nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér  

Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í …

Lokahnykkur framkvæmda á Borgarbraut

Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð …

Stofnun Barnaverndarþjónustu Vesturlands

Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Fólust þær m.a. í því að barnaverndarnefndir voru lagðar niður en í þeirra stað tóku til starfa Umdæmisráð. Einnig voru sett inn skilyrði um lágmarksíbúafjölda, þ.e. að hver barnaverndarþjónusta þyrfti að telja 6000 íbúa. Því var lögð rík áhersla á að minni sveitarfélög myndu standa saman að sameiginlegri barnaverndarþjónustu. …