Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Ferjubakka þann 16.4.2025 frá kl 12:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Íbúum í Hraunhrepp ráðlagt að sjóða drykkjarvatn vegna kólígerlamengunar
Í framhaldi af sýnatöku sem tekin var 11. apríl sl voru íbúar í Hraunhrepp beðnir um að sjóða drykkjarvatn sitt eftir að grunur lék á kólígerlamengun frá vatnsbólinu. Nú liggur niðurstaða sýnatöku úr vatnsbólinu í Hraunhrepp fyrir og stenst sýnið ekki gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001, vegna kólígerla Við viljum biðja íbúa á svæðinu að drekka ekki vatnið beint úr krönunum …
Framkvæmdir við Sæunnargötu hefjast á ný eftir páska
Kæru íbúar, síðasti áfangi framkvæmda Borgarbyggðar og Veitna við Sæunnargötu mun hefjast á ný eftir páska. Um er að ræða lokaáfanga framkvæmdarinnar, sem gæti valdið þrengingum á akstursleiðum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir skilninginn.
Götusópun
Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar í dag, 7. apríl og 8. apríl. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2025.
Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: · Bifröst · Varmaland · Hvanneyri – BÚT-hús · Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg. Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847 Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr …
Framkvæmdir við Snæfellsveg og Sólbakka
Á morgun, 2. apríl hefst vinna á endurnýjun lagna undir snæfellsvegi og heim að loftorku. Því verður útbúin hjáleið eins og sést á meðfylgjandi mynd. Um tíma verður vegur einbreiður og umferð ljósastýrð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum við ökumenn og aðra að sýna aðgát og fara varlega.
Tilkynning um niðurrif og rafmagnslokun í Brákarey
Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með 28. mars kl. 13:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að fjarlægja muni, er skynsamlegt að losa …
Upphaf framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi
Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum. Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og …
Tilkynning frá Veitum
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust Þorsteinsgata/Borgarbraut þann 06.03.25 frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00. Sundlaugin í Borgarnesi mun einnig vera lokuð frá kl. 8:30-16:30. Þreksalurinn er opinn en sturtur eru ekki aðgengilegar. Sjá nánar á heimasíðu Veitna. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu kann að fylgja. Þjónusturáðgjöf Veitna er opin alla virka daga kl. 9:00 – 16:00 og neyðarsími …
Borgarbyggð – kröfur frá Motus vegna fasteignargjalda fyrir janúarmánuð 2025
Líkt og áður hefur komið fram tók Borgarbyggð upp nýtt bókhaldskerfi í byrjun árs. í kjölfar þess komu upp villur og fengu íbúar margir hverjir sendar tvær kröfur vegna fasteignagjalda. Í ljós hefur komið að ekki hefur tekist að fella niður umræddar kröfur að fullu. Vegna þessa fóru út innheimtukröfur í nafni Borgarbyggðar frá Motus, þar sem þetta er …