255. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 15. ágúst nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 255 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Auglýst eftir áhugasömu fjarskiptafélagi vegna lagningar ljósleiðara á Bifröst
Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður. Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga …
Unglingalandsmót UMFÍ hefst í Borgarnesi á morgun
Unglingalandsmót UMFÍ 2024 hefst í Borgarnesi á morgun og mun standa yfir verslunarmannahelgina. Mótaskráin er komin út en þar má finna dagskrá mótsins og yfirlit yfir viðburði sem fram fara. Starfsfólk Borgarbyggðar hefur síðustu dagana unnið að undirbúningi, ásamt UMFÍ, UMSB og fjölda sjálfboðaliða. Um 900 ungmenni eru skráð til leiks þannig að von er á þúsundum gesta í Borgarnes. …
Vika í Unglingalandsmót í Borgarnesi
Eftir slétta viku eða 1. ágúst hefst Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Von er á þúsundum gesta hvaðanæva að af landinu, ungmenni, fjölskyldur og ferðafólk. UMSB er gestgjafi mótsins í góðu samstarfi við Borgarbyggð. Keppt verður í 18 greinum en auk þess verða tónleikar, sýningar, sundlaugarpartý og margt fleira í gangi þar sem öll eru velkomin. Keppni og viðburðir fara ekki …
Viðgerð á Þorsteinsgötu að hefjast
Framundan er viðgerð á Þorsteinsgötu og á hluta af svæði fyrir framan íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Í dag, miðvikudag hefst undirbúningur en vinna mun hefjast að krafti á morgun, fimmtudag við að fræsa og gera við. Á mánudag er síðan áætlað að leggja malbik yfir götuna. Ekki er reiknað með að götunni verði lokað fyrr en kemur að malbikun á mánudag. …
Vinna við sprengingar við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 stendur nú yfir borun og framundan er vinna við sprengingar og er reiknað með að sprengt verði einu sinni á dag um kl. 15.00 næstu daga. Jarðvinna er unnin af Borgarverki og hafa starfsmenn félagsins sett upp mæla á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við starfsfólk fyrirtækja næst vinnusvæðinu. Við Borgarbraut 63 …
Viðgerð á Þorsteinsgötu og svæði við íþróttamiðstöð
Í næstu viku (20. – 26. júlí) er stefnt að því fara í viðgerð á Þorsteinsgötu og á svæði fyrir framan íþróttamiðstöð. Meðan á viðgerð stendur og skamma stund á eftir verður lokað fyrir bílaumferð um Þorsteinsgötu. Ef svo ber undir gæti þurft að biðja fólk um að færa einhverja bíla sem standa við götuna. Nákvæm tímasetning ræðst m.a. af …
Sumarlokun Ráðhúss Borgarbyggðar 2024
Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá frá 22. júlí – 6. ágúst nk. Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera …
Mikilvægur stuðningur við fjölskyldur í Borgarbyggð
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst í því að taka á móti barni/börnum inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði, með það að markmiði að styðja við foreldra og veita barninu/börnunum tilbreytingu og stuðning. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma …
Þreksalur lokaður í dag 16.07
Þreksalurinn í Íþróttamiðstöðinni verður lokaður í dag 10:00 – 16:00 vegna framkvæmda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.