Mikilvægur stuðningur við fjölskyldur í Borgarbyggð

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst í því að taka á móti barni/börnum inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði, með það að markmiði að styðja við foreldra og veita barninu/börnunum tilbreytingu og stuðning.   Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.   Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma …

Þreksalur lokaður í dag 16.07

Þreksalurinn í Íþróttamiðstöðinni verður lokaður í dag 10:00 – 16:00 vegna framkvæmda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Skólasvæði (Þ3), grunnskólinn í Borgarnesi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst …

Auglýsing um forval

EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en …

254. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

254. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 13. júní nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 254 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér

Áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut. Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd. Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur. Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram …

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ

Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Opnað hefur verið fyrir uppflettingar í kjörskrá sjá hér  Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri, Bæjarsveit og í Andakíl Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á …

Heggstaðir í Hnappadal, náma í Haffjarðardalsgili – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð. Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar …