Í framhaldi af frétt sem birtist á vefsíðu Borgarbyggðar í gær vill Borgarbyggð, ásamt verktökum og verkefnastjóra vilja benda á meðfylgjandi mynd sem sýnir fram á æskilegar bifreiðaleiðir. Blá leið: Íbúar í Ánahlíð, gestir/aðstandendur heimilisfólks Brákarhlíðar, og starfsfólk Rauð leið: Gestir og starfsfólk heilsugæslunnar Græn leið: Akstursleið að Borgarbraut 65 og 65a Athugið að forgangur er hjá inngangi heilsugæslunnar, forgangurinn felst í …
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu. Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar. Núna er komið að …
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna fullnaðarviðgerða eftir bilanir 05.02.2025. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum
Vinsamlega athugið að því miður náðist ekki að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma. Þess vegna verða bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili. Janúargjalddaginn er þegar kominn á kortið og febrúargjalddaginn verður færður 17. – 19. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á að þetta skuli gerast og skiljum að þetta geti valdið óþægindum. Jafnframt þökkum við …
Tilkynning um tímabundna lokun sundlaugarinnar í Borgarnesi, 11.febrúar á milli 08:00-12:00
Vegna viðgerðar Orkuveitunnar verður sundlaugin í Borgarnesi lokuð tímabundið á morgun, 11. febrúar, frá kl. 08:00 til 12:00. Önnur starfsemi í íþróttahúsinu verður óbreytt og stendur gestum til boða á venjubundnum tímum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka
Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka Starfsmenn eru enn að ná utan um bilun í kerfum okkar en vonandi verður þetta komið í rétt horf fljótlega. Fasteignaeigendur sem hafa greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og vilja fá endurgreitt eru vinsamlega beðin um að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer sem óskað …
Tilkynning frá Rarik
Rafmagnsbilun er í gangi á Mýrarlínu, búið er að finna staura sem hafa brotnað og lína slitnað. Vegna mögulegra eldinga er vinna bönnuð til kl. 15. Verið er að skipta út vinnuflokk sem búinn er að vinna í alla nótt. Vinna hefst um kl. 15 og vonast er að rafmagn komi á klukkan 20:00. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma …
Stofnanir lokaðar á morgun 6. febrúar vegna ofsaveðurs
Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður. Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar. Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en …
Móttaka Ráðhúss Borgarbyggðar lokuð 6. febrúar til kl.13:00
Móttaka Ráðhúss Borgarbyggðar verður lokuð til kl. 13:00 á morgun, 6. febrúar, vegna ofsaveðurs. En rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir það tímabil. Þó að móttakan sé lokuð, er áfram hægt að hringja í síma 433-7100 eða senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is vegna erinda sem þarfnast afgreiðslu. Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima meðan veðrið …