Boðað hefur verið til Alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Hér í Borgarbyggð verður kosið á fjórum stöðum, í Lindartungu, Hjálmakletti í Borgarnesi, Þinghamri á Varmalandi og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Er skipan í kjördeildir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar nr. 1213/2022. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá …
Opin hús vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Í dag – 31. október kl. 17:00-18:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3. hæð Í kvöld – 31. október kl. 20:00-21:30 í Þinghamri á Varmalandi Við hvetjum öll þau sem eiga land, lóð, skóg, frístundabyggð, virkjun, efnistökusvæði, verndarsvæði eða hvað sem þarf mögulega að skipuleggja, til að koma og kynna sér málið, fá svör við spurningum eða jafnvel leiðbeiningar varðandi sín mál. …
Stígalýsing Einkunnir
Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes. Lýsing á verkinu: Lýsing á stíg sem er 3 km langur Tenging strengs við spennistöð Rarik. Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik. Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum. Söndun undir og …
Framkvæmdir á Sæunnargötu
Kæru íbúar Framkvæmdum Borgarbyggðar og Veitna í Sæunnargötu miðar vel áfram og gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki fyrir lok nóvember. Þriðja og síðasta áfanga hefur verið frestað til vors þar sem vetrarveður hefur neikvæð áhrif á endingartíma lagna í opnum skurði. Við munum láta vita áður en við hefjum vinnu að nýju í vor. Veitur og Borgarbyggð …
Íþróttasvæði Borgarness – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Eftirfarandi skipulagsáætlanir voru samþykktar af sveitarfélaginu annars vegar af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 9. október 2024 tillögu að breytingu aðalskipulags samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hins vegar af skipulags- og byggingarnefnd þann 4. október nýtt deiliskipulag skv. 42. gr. sömu laga. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Íþróttasvæði og stofnanasvæði í Borgarnesi (mál nr. 31/2024 í skipulagsgátt – tengill) Deiliskipulag Íþróttasvæði Borgarbyggðar …
Grábrókarveita
Mánudaginn 21 október var byrjað að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes. Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni. Þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar. Búast má við að …
Borgarbyggð boðar til fundar með atvinnurekendum!
Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi nýir kjarasamningar Visku, Kjalar og Stéttafélags Vesturlands við Samband íslenskra sveitarfélaga, munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á vinnuumhverfið í sveitarfélaginu. Langstærsta breytingin felst í styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma, munu þessar breytingar m.a. koma til með að hafa áhrif á fjölmarga starfsmenn í skólum og leikskólum. Borgarbyggð stendur frammi fyrir …
Sundlaugin lokuð
Athugið, sundlaugin í Borgarnesi verður lokuð frá kl. 12:00 til 14:00 í dag vegna framkvæmda. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.
Ábending frá byggingarfulltrúa Borgarbyggðar varðandi Brunabótamat fasteigna
Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum. Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti …
Tilmælum til íbúa í Borgarnesi um að sjóða drykkjarvatnið er aflétt./ Boil water advisory lifted in Borgarnes
Niðurstöður sýnatöku úr vatninu frá Seleyri þann 3.október sýna að engar skaðlegar örverur greindust í neysluvatninu. The results from water sampling at Seleyri on October 3rd show that no harmful microorganisms were detected in the drinking water. Nánari upplýsingar frá Veitum