Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka

Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka Starfsmenn eru enn að ná utan um bilun í kerfum okkar en vonandi verður þetta komið í rétt horf fljótlega. Fasteignaeigendur sem hafa greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og vilja fá endurgreitt eru vinsamlega beðin um að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer sem óskað …

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnsbilun er í gangi á Mýrarlínu, búið er að finna staura sem hafa brotnað og lína slitnað. Vegna mögulegra eldinga er vinna bönnuð til kl. 15. Verið er að skipta út vinnuflokk sem búinn er að vinna í alla nótt. Vinna hefst um kl. 15 og vonast er að rafmagn komi á klukkan 20:00. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma …

Stofnanir lokaðar á morgun 6. febrúar vegna ofsaveðurs

Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður. Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar. Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en …

Móttaka Ráðhúss Borgarbyggðar lokuð 6. febrúar til kl.13:00

Móttaka Ráðhúss Borgarbyggðar verður lokuð til kl. 13:00 á morgun, 6. febrúar, vegna ofsaveðurs. En rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir það tímabil. Þó að móttakan sé lokuð, er áfram hægt að hringja í síma 433-7100 eða senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is vegna erinda sem þarfnast afgreiðslu. Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima meðan veðrið …

Töf á útsendingu reikninga

Vegna bilunar í tölvukerfum Borgarbyggðar verður töf á reikningum frá sveitarfélaginu. Þetta á við reikninga vegna leikskólagjalda, húsaleigu og annarrar þjónustu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi töf kann að valda og vonumst til að vandamálið leysist á næstu dögum. Rétt er að benda á eindagi reikninga mun samt sem áður vera 30 dagar.

Fasteignagjöld.

Fasteignagjöld Vakin er athygli á því að verið er að taka í notkun nýtt bókhaldkerfi. Komið hefur upp kerfisvilla sem veldur því að reikningar vegna fasteignagjalda hafa borist sumum tvisvar sinnum. Unnið er að lausn. Mun annar reikningurinn detta út hjá fasteignaeigendum þegar búið er að laga villuna. Ef greitt hefur verið tvisvar sinnum mun það verða leiðrétt. Beðist er …

Samfélagsbrú Borgarbyggðar

Samfélagsbrú Borgarbyggðar Akstursleið: Bifröst-Borgarnes/Borgarnes-Bifröst. Samfélagsbrú er tilraunaverkefni til 6 mánaða um akstur á milli Bifrastar og Borgarnes. Tímatafla rútu er efftirfarandi: Mánudagar: Frá Bifröst kl.08:55 og frá Borgarnesi kl.12:00 Þriðjudagar;Frá Bifröst kl.12:30 og frá Borgarnesi kl.17:00 Miðvikudagar: Frá Bifröst kl.08:55 og frá Borgarnesi kl.12:00 fimmtudagar: Frá Bifröst kl.12:30 og frá Borgarnesi kl.17:00 Föstudagar: Frá Bifröst kl.14:00 og frá Borgarrnesi kl. …

Brjóstaskimun í Borgarnesi 17.-21. og 26.-28. febrúar.

Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna í Borgarnesi dagana 17. – 28. febrúar / 17 – 28 Luty   Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2025 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á …

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2024. Álagningarseðlar eru á Mínar síður – Pósthólf“ á www.island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 76 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …

Framkvæmdir við Vallarás

Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 8 vikur.   Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.   Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …