Niðurstöður sýnatöku úr vatninu frá Seleyri þann 3.október sýna að engar skaðlegar örverur greindust í neysluvatninu. The results from water sampling at Seleyri on October 3rd show that no harmful microorganisms were detected in the drinking water. Nánari upplýsingar frá Veitum
Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 verður innkeyrslan við heilsugæsluna og dvalarheimilið þrengd tímabundið. Umferð verður einnig opnuð frá Kveldúlfsgötu að vestanverðu á planið við heilsugæsluna. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vegfarendur eru beðnir um að virða hámarkshraða og sýna aðgát.
Íbúum í Borgarnesi ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni
Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð. Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan. Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja …
Borgarbyggð sendir út launaseðla í stafrænt pósthólf!
Frá næstu mánaðamótum 1. nóvember 2024 verða launaseðlar eingöngu aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á www.island.is. Launaseðlar munu því ekki birtast lengur í heimabankanum. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér stafrænar lausnir til að draga úr pappírsnotkun. Til að nálgast launaseðil skráir viðkomandi sig inn á „mínar síður“ á www.island.is með rafrænum skilríkum eða auðkennisappi. Hægt er að fá tilkynningu …
Borgarbraut 63
Vakin er athygli á því að tvær sprengingar verða næstu daga við Borgarbraut 63, sú fyrri kl. 11:30 og sú seinni kl. 15:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Akstursþjónusta fyrir Borgarbyggð
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Borgarbyggð samkvæmt skilmálum útboðsins. Um er að ræða samþætta akstursþjónustu fyrir þá sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni: https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=30722&GoTo=Tender Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru …
Ljósastaurar við Mávaklett og Fálkaklett
Kæru íbúar, Vegna bilunar sem upp kom fyrir rúmri viku hafa ljósastaurar við Mávaklett og Fálkaklett verið óvirkir. Því miður reyndist um að ræða nokkuð flókna bilun en útleiðsla virtist einhvers staðar eiga sér stað og bilanaleit tók lengri tíma en vonast var eftir. Vonandi tekst að ljúka bilanaleit í dag og í framhaldinu ráðast í viðgerð. Þökkum íbúum fyrir …
256. Fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
256. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 12. september 2024 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 256 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Mögulegar rafmagnstruflanir á Snæfellsnesi
Komið gæti til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi sem verður í eyjakeyrslu frá kl. 07:30 til 18:30 mánudeg til föstudags á tímabilinuna 27. ágúst til 12. september vegna vegna vinnu Landsnes á Vegamótalínu VE1. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tilkynning frá Veitum
Kæru íbúar Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall. Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta …