Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir aðila til að koma inn í sumarafleysingar í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða.
Grjótháls – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Mælimastur – Grjótháls Breytingin fellst í að heimilt er að reisa tímabundið mælimastur, til vindmælinga í allt að 12 mánuði á Grjóthálsi. Mælimastrið skal staðsett utan skilgreindra verndarsvæða. …
Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar verða lokaðar 1. maí
Vakin er athygli á því að Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar verða lokaðar 1. maí nk.
Heitavatnslaust í Borgarnesi 3. maí nk. – Tilkynning frá Veitum
Vegna tengivinnu verður heitavatnslaust á hluta Borgarnes þann 03.05.23 frá klukkan 09:00 til klukkan 18:00. Sjá nánar á heimasíðu Veitna www.veitur.is Við biðjumst velvirðingar á óþægindum. Starfsfólk Veitna
Lokað í Öldunni 24. apríl nk.
Aldan er að fara í vorferð og því er dósamóttakan lokuð í dag, 24. apríl 2023.
Kaldavatnslaust á Sólbakka 24. apríl – Tilkynning frá Veitum
Vegna bilunar er kaldavatnslaust á Sólbakka í dag frá klukkan 10:00 til klukkan 14:00.
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð föstudaginn 21. apríl
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð föstudaginn 21. apríl 2023 vegna sundprófa starfsmanna.
Götusópun
Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar 17. og 18. apríl og í framhaldinu verða götur á Hvanneyri sópaðar.
Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Byggjum brýr – brúarráðstefna Vegagerðarinnar
Vegagerðin stendur fyrir brúarráðstefnunni Byggjum brýr 26. apríl 2023 í Háteigi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 9:00 til 16:30. Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Saga brúa á Íslandi og framtíðaráskoranir verða til umfjöllunar, farið verður yfir stöðuna á einbreiðum brúm, sagt frá nýrri brú yfir Þorskafjörð og fyrirhuguðum brúm …
Tilkynning frá Veitum
Vegna tengivinnu verður kaldavatnslaust við Borgarbraut 15 til 23 þann 13.04.23 frá klukkan 09:00 til klukkan 12:00. Við biðjumst velvirðingar á óhjákvæmilegum óþægindum. Við vörum við brunahættu vegna þess að eingöngu kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef sturta þarf niður má setja heitt vatn í fötu og hella í salernisskálina. Athugið að sjóðandi heitt vatn getur skemmt postulín. …