Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …
Gatnaframkvæmdir við gatnamót Borgarbrautar, Þorsteinsgötu og Böðvarsgötu
Vegna lagfæringa á fráveitukerfi og gangstéttum eru framkvæmdir í gangi við gatnamót Borgarbrautar og Böðvarsgötu/Þorsteinsgötu. Við biðjum vegfarendur velvirðingar á þeim óþægindi sem þetta kann að valda. Vinsamlegast sýnið aðgæslu á svæðinu á meðan framkvæmdum stendur.
Rafmagnslaust á Mýrunum þann 7.5.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 7.5.2025 frá kl 11:00 til kl 11:30 og aftur seinnipartinn frá kl 16:00 til kl 16:30 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Framkvæmdir að hefjast við Brákarbraut 25 í Brákarey
Framkvæmdir við niðurrif byggingarhluta að Brákarbraut 25 í Brákarey hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki í lok ágúst 2025, en þær munu standa yfir frá og með 6. maí. Við viljum beina sérstakri athygli íbúa og gesta að mikilvægi þess að sýna ýtrustu varúð á framkvæmdasvæðinu. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur …
Skráning í vinnuskólann stendur yfir
Öllum ungmennum sem nýlokið hafa 8., 9. og 10. bekk býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni (fædd 2009-2011). Skráning verður opin til miðnættis 11. maí. Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, lögð er áhersla á gleði, vinnu og lærdóm þar sem námsefni og verkefni vinnuskólans samanstendur af fræðslu, tómstundum og vinnu. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
Neysluvatn í Hraunhrepp stenst gæðakröfur
Niðurstöður sýnatöku úr vatnsbóli við Hraunhrepp liggja fyrir, alls voru tekin þrjú sýni og standast þau öll gæðakröfur. Ekki er farið fram á að íbúar í Hraunhrepp sjóði neysluvatnið sitt áfram. Við þökkum sýndan skilning.
Tilnefningar til listamanneskju Borgarbyggðar 2025
Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum frá almenningi til Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Byggðarráð mun fara yfir allar þær tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar 17. júní nk. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní nk. og skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is Reglur um tilnefningu á listamanni Borgarbyggðar er að finna Hér
Vorverkin kalla í Borgarbyggð
Vorið er gengið í garð og með hækkandi sól fer landslagið að grænka og verkefnin að hrannast upp. Nú er tilvalinn tími til að huga að tiltekt, snyrtingu lóða og öðrum vorverkum. Við minnum íbúa á að á vef Borgarbyggðar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umhverfis- og landbúnaðsmál, reglugerðir og þjónustu sveitarfélagsins. Þar má meðal annars finna upplýsingar …
Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Ferjubakka þann 16.4.2025 frá kl 12:00 til kl 17:00
Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Ferjubakka þann 16.4.2025 frá kl 12:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Íbúum í Hraunhrepp ráðlagt að sjóða drykkjarvatn vegna kólígerlamengunar
Í framhaldi af sýnatöku sem tekin var 11. apríl sl voru íbúar í Hraunhrepp beðnir um að sjóða drykkjarvatn sitt eftir að grunur lék á kólígerlamengun frá vatnsbólinu. Nú liggur niðurstaða sýnatöku úr vatnsbólinu í Hraunhrepp fyrir og stenst sýnið ekki gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001, vegna kólígerla Við viljum biðja íbúa á svæðinu að drekka ekki vatnið beint úr krönunum …