Opnunartími Íþróttamannvirkja Borgarbyggðar yfir hátíðarnar

Borgarnes 23. des. Þorláksmessa opið 06:00-18:00 24. des. Aðfangadagur jóla opið 06:00-12:00 25.des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 31. des. Gamlársdagur opið 6:00-12:00 1. Janúar 2025 LOKAÐ Kleppjárnsreykir LOKAÐ Varmaland LOKAÐ

259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Ístak átti lægsta tilboðið í alútboði fyrir fjölnota íþróttahús

Ístak hf. átti lægsta tilboðið í alútboði fyrir fjölnota íþróttahús, knatthús í Borgarnesi og hljóðaði tilboðið upp á 1.754 m.kr.. Tilboðið er 95% af kostnaðaráætlun verksins en hún hljóðaði upp á 1.840 m.kr. Tilboð voru opnuð laust fyrir hádegi í dag, fimmtudaginn 28. nóvember. Í verkið buðu ásamt Ístaki,  Sjammi ehf. og E. Sigurðsson ehf. Áður hafði farið fram forval …

Sundlaugin í Borgarnesi

Kæru íbúar, Föstudaginn 29. nóvember lokar sundlaugin kl. 18:00 vegna jólahlaðborðs starfsfólks.  

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára. Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.

Sigmundarstaðir. Mælimastur á Grjóthálsi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. október 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulag Sigmundarstaðir – Mælimastur á Grjóthálsi Deiliskipulagið tekur til áætlunar um að reisa mælimastur til vindrannsókna. Tillaga að deiliskipulagi Sigmundarstaðir. Mælimastur á Grjóthálsi var auglýst frá 20.06.2024 – 18.08.2024. Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum. Brugðist var við þeim eða þeim send umsögn. Deiliskipulagstillagan hefur verið send …

UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ

Við alþingiskosningar laugardaginn 30. nóvember 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og …

Pappírslaus Borgarbyggð reikningar

Borgarbyggð hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2025 verður eingöngu tekið við rafrænum reikningum. Einnig verður hætt að senda út reikninga til greiðenda á pappírsformi. Markmiðið með breytingunni er m.a. að auka skilvirkni í skráningu, greiðslu reikninga og lágmarka villur. Er þetta hluti af þeirri vegferð sveitarfélagsins að verða pappírslaust fyrir árið 2027. Borgarbyggð er með þessu að …

Alþingiskosningar 30. Nóvember 2024 – til upplýsinga

Boðað hefur verið til Alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Hér í Borgarbyggð verður kosið á fjórum stöðum, í Lindartungu, Hjálmakletti í Borgarnesi, Þinghamri á Varmalandi og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Er skipan í kjördeildir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar nr. 1213/2022. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá …