Síðastliðinn miðvikudag 8. maí mættu 170 nemendur úr grunnskólum nágrennis Borgarbyggðar á barnamenningahátíð í Reykholti. Þetta voru miðstigsnemendur í Reykhólaskóla, Auðarskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskóla Borgarness og Grunnskóla Borgarfjarðar ásamt kennurum sínum og leiðbeinendum. Frumkvæði og stuðningur við hátíðina kemur úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Eftir sambærilega hátíð árið 2016 var ákveðið að bjóða miðstigsnemendum af Vesturlandi til hátíðar á …
Atriði úr „Oliver“ og „Fiðlaranum á þakinu“ í Tónlistarskólanum
Næstkomandi þriðjudag 9. apríl mun söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar sýna atriði úr söngleikjunum Oliver eftir Lionel Bart í þýðingu Flosa Ólafssonar og Fiðlaranum á þakinu eftir Jerry Bock í þýðingu Þórarins Hjartarsonar. Í sýningunni koma fram bæði börn og fullorðnir, með hlutverk Olivers fer Ernir Daði Arnberg Sigurðsson og í hlutverki mjólkurpóstsins Tevye í Fiðlaranum er Olgeir Helgi Ragnarsson. Leikstjóri er …
Íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi iðar af lífi á laugardagsmorgnum þegar um 60 börn koma saman með fjölskyldu sinni í íþróttaskólann. Helsta markmið hans er að börnin kynnist íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Börnin æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk , úthald og líkamsvitund, læra hópleiki og að fylgja þeim reglum sem settar eru í þeim og styrkja með því félagsfærni barnanna. Auk …