Steinunn sýnir í Safnahúsi

Laugardaginn 1. september kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi.  Það er Steinunn Steinarsdóttir sem sýnir þar ullarmyndverk og hverfist sýningin um ýmis form sögu, eins og heiti hennar gefur til kynna. Verkefnið tengist líka sagnaheimi Safnahúss á ýmsan hátt. Steinunn segir svo um sýninguna: „Ævintýri, sögur og annar fróðleikur hafa verið mér hugleikin frá barnsaldri og ég hef …

Safnahús Borgarfjarðar fékk viðurkenningu frá Grapevine

Rýnihópur ferðatímaritsins Grapevine hefur veitt Safnahúsi viðurkenningu og telur sýningar hússins í fremstu röð. Er þetta afar ánægjulegt fyrir Borgarbyggð sem hefur ákvæði um framúrskarandi safnastarf meðal markmiða sinna í menningarmálum. Meðal þess sem tilgreint er við grunnsýningar hússins er að í annarri þeirra sé sýnt eftirminnanlega fram á þær gríðarlegu breytingar sem æska landsins stóð frammi fyrir á 20. …

Upplýsinga – og kynningarfundur um skýrslu um safnamál

Upplýsinga- og kynningarfundur um helstu niðurstöður sem koma fram í skýrslu vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð og aukna starfsemi í menningarhúsinu Hjálmakletti verður haldinn í Hjálmakletti á morgun, miðvikudaginn 11. apríl kl. Fundurinn hefst kl. 20:00. Á fundinum verður starf vinnuhópsins kynnt svo og innihald skýrslunnar. Að afloknu kynningarerindi um skýrsluna verða flutt ávörp með sjónarmiðum viðkomandi aðila um …

Skýrsla vinnuhóps um safnamál – upplýsingafundur

Borgarbyggð boðar til opins kynningar – og upplýsingarfundar um skýrslu vinnuhóps um safnamál í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hjálmakletti og hefst hann kl. 20:00. Á fundinum verður skýrslan kynnt, sem og þær hugmyndir sem að baki liggja. Frummælendur verða m.a. Sigurjón Þórðarson ráðgjafi frá Nolta, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Steinþór Kári Kárason arkitekt …

Fyrirlestur í Safnahúsi

Már Jónsson prófessor flytur fyrirlestur um bókina Pilt og stúlku og höfund hennar í Safnahúsi á fimmtudaginn eftir viku, þann 15. febrúar kl. 20.00. Verkið skrifaði Jón Thoroddsen þegar hann stóð á þrítugu, en hann var á sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá. Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Af því tilefni hefur fyrsta útgáfa …

Héraðsbókasafnið býður rafbækur

Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi býður nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu sem þjónar bókasöfnum um allan heim. Þar er mikið magn rafbóka og hljóðbóka. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Verið er að vinna í að íslenskar rafbækur muni bætast í safnið á næstunni. Líkt og …

Frá Safnahúsi – teikning fyrir alla!

Finnst þér gaman að teikna? Á föstudögum kl. 14.00 – 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fólki á öllum aldri er boðið að koma og teikna og mála undir leiðsögn. Hefst 16. janúar. Komið með skissubókina ykkar, vatnslitina, tilheyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til …