Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar tekur til starfa á ný.
Samtímalist – fyrirlestur í Safnahúsi
Næstkomandi fimmtudag, 8. ágúst flytur Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrirlestur í Safnahúsinu. Efni hans er samtímalist og heiti erindisins er Hvað er samtímalist og hvers vegna er svona erfitt að skilja hana? Fyrirlesturinn hefst kl. 19.30 og er upptaktur að Plan-B Art Festival sem fer fram dagana 9. -11. ágúst í Borgarnesi. Er einkar ánægjulegt …
Safnahús: sumarlestur barna
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar efnir nú í 12. sinn til sumarlesturs fyrir börn. Tímabil lestursins er frá 10. júní – 10. ágúst. Fyrir skömmu afhenti Ragnheiður Guðrún Jóhannesdóttir Sævari Inga héraðsbókaverði teikningu sína af einkennismynd verkefnisins en þetta er annað árið í röð sem hún teiknar hana. Ragnheiður Guðrún var að ljúka námi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og hyggur á …
HVAR – HVER – HVERJAR
Laugardaginn 18.maí kl. 13.00 verður opnuð sýning í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar sem ber yfirskriftina Hvar – Hver – Hverjar. Vísar það í þær meginstoðir sem hafðar voru í huga við val á verkum á sýninguna: tímann, bakhjarl safnsins, og mikilvægt framlag kvenna. Hver staður hefur sín sérkenni sem myndar staðaranda og aðgreinir einn stað …
Listsýning – vefnaður, þæfing og bókverk
Ný listsýning verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi laugardaginn 13. apríl. Nefnist hún Vefnaður, þæfing og bókverk og listakonan er Snjólaug Guðmundsdóttir. Snjólaug er fædd og uppalin á Ísafirði en hefur lengi búið á Brúarlandi í Hraunhreppi á Mýrum. Hún er með vefnaðarkennarapróf frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur kennt vefnað og mynd- og handmennt ásamt því að vinna …
Viðburðir framundan í Safnahúsi
Mikið menningarframboð verður í Safnahúsi í vikunni. Fimmtudaginn 14. mars verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns kl. 10.00, þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda. Sama dag kl. 19.30 flytur Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor fyrirlestur um skáldið og Borgfirðinginn Þorstein frá Hamri. Laugardaginn 16. mars kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á verkum Josefinu Morell, sem er ung borgfirsk myndlistarkona af …
Hvítárbrúarsýning í safnahúsi
Laugardagsopnun verður á Hvítárbrúarsýningunni í Safnahúsinu laugardaginn 2. mars n.k. kl. 13-16. Helgi Bjarnason verður á staðnum og veitir leiðsögn. Helgi átti á sínum tíma frumkvæði að þessu verkefni og annaðist efnisöflun, ritun og val á ljósmyndum fyrir sýninguna. Eru honum þökkuð vönduð og góð störf. Sýningin var opnuð á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember 2018 og aðsóknin hefur …
Jólasaga lesin í Safnahúsi
Fimmtudaginn 6. desember verður opið til kl. 20.00 í Safnahúsi. Við það tækifæri verður smásagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson lesin milli kl. 18 og 20 og er vonast til að einhverjir eigi leið í Safnahús þetta síðdegi til að hlýða á lesturinn eða hluta úr honum. Aðventa var fyrst lesin í Safnahúsi í fyrra og mæltist vel fyrir. Sagan er …
Grapevine skrifar um sýningar Safnahúss
Í nýjustu útgáfu Grapevine má sjá opnugrein um grunnsýningar Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi. Er þar sérstaklega vakin athygli á listfengi þeirra. Sýningarnar eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna og eru báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni. Hann nálgast viðfangsefnið á kyrrlátan en frumlegan hátt og vekur sýningargesti til umhugsunar meðan gengið er um sýningarsvæðið. Lagt var til …
Lífleg vetrardagskrá í Safnahúsi hafin
Vetrardagskrá er nú hafin í Safnahúsi Borgarfjarðar og hófst hún með opnun myndlistarsýningar Steinunnar Steinarsdóttur um síðustu helgi. Fékk sýningin afar góðar viðtökur á opnunardeginum og er vænst til góðarar aðsóknar að henni fram að sýningarlokum, 26. október. Heiti sýningarinnar er „Saga“ og efniviður hennar er íslensk ull. Næsti viðburður í húsinu er fyrirlestur Sigrúnar Elíasdóttur um fantasíur og furður …