Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flutti atriði úr söngleiknum OLIVER eftir Lionel Bart í Óðali í Borgarnesi í byrjun maí við góðar undirtektir. Söngleikjadeildin hefur sýnt söngleiki reglulega frá árinu 2004, eða frá því að skólinn fékk sitt eigið húsnæði í Borgrnesi. Á þessum tuttugu árum hafa nemendurnir fengið kennslu bæði í söng og leiklist. Hér má sjá lagið „Hvað sem er“ …
Nýtt rammaskipulag fyrir Brákarey kynnt
Tillögur að nýju rammaskipulagi fyrir Brákarey í Borgarnesi voru kynntar á fjölsóttum íbúafundi í Hjálmakletti í gær. Þær fela í sér að í Brákarey verði veglegt og skjólgott miðbæjartorg. Við torgið norðanvert muni byggjast upp íbúðir, skrifstofur, verslun og þjónusta en sunnan megin muni rísa glæsilegt hótel. Við hafnarsvæðið er ætlunin að komi almenningsbaðlón. Syðst á eynni er síðan gert …
Opið hús um nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Borgarnesi
Miðvikudaginn 19. júní næst komandi fer fram opið hús um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi. Opna húsið stendur yfir frá kl. 17 til kl. 20 og verður á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi. Til kynningar verður áætlað skipulag svæðisins og áform um uppbyggingu. Þá verða kynnt gögn …
Frekari endurbætur á Borgarbraut
Framundan eru áframhaldandi endurbætur á Borgarbraut í framhaldi af þeim hluta sem nú hefur verið malbikaður. Á næstu dögum/vikum er áætlað að endurnýja yfirborð á kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu og um 75 m.í norðaustur (sjá mynd). Framkvæmdin er í raun tvíþætt, annars vegar verður yfirborð fræst upp og hins vegar verður yfirborð malbikað. Hvor framkvæmd mun taka bróðupart …
Kynning á nýju rammaskipulagi fyrir Brákarey
Festir ehf. hefur nú lokið við gerð nýs rammaskipulags fyrir Brákarey. Skipulagið verður kynnt á opnum íbúafundi fimmtudaginn 6. júní n.k.. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 20.00. Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Ingi Garðarsson verkefnastjóri hjá Festi munu kynna skipulagið og í framhaldinu fara fram umræður. Öll velkomin
Listamanneskja Borgarbyggðar 2024
Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2024. Allir eru hvattir til að taka þátt! Smelltu hér til að senda inn tilnefningu
Brákarey lokað fyrir umferð
Vegna malbikunar á viðgerðarkafla við brúna út í Brákarey verður lokað fyrir akandi umferð í Eyjunna milli kl 12-16 þann 28. maí.
Rafmagnslaust
Rafmagnslaust verður frá aðveitustöð Vegamótum að Fíflholti á Mýrum 28.05.2024 frá kl 11:00 til kl 17:00 Vegna viðhalds á dreifikerfi Rarik. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Hreinsunarátak í dreifbýli
Gámar fyrir timbur úrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum 6.-12. júní Bæjarsveit Brautartunga Bjarnastaðir – á eyrinni Síðumúli Lundar 14.-20. júní Lyngbrekka Lindartunga Eyrin við Bjarnadalsá(Norðurárdalur) Högnastaðir Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF, í síma 840-5847 Vakin er athygli á að söfnunarátak fyrir brotajárn verður með svipuðu sniði í haust og undanfarin ár þar sem …
ART réttindanámskeið
Aggression Replacement Training Fjölskyldusvið Borgarbyggðar stendur fyrir ART réttindanámskeiði. ART teymi sem starfandi er á suðurlandi sér um kennslu á námskeiðinu. Að loknu námskeiði fá þátttakendur réttindi til þess að starfa sem ART þjálfarar. ART er þríþætt hugrænt atferlisinngrip þar sem unnið er með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði. ART er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmodel sem hefur það að markmiði að bæta …