Forval vegna knatthúss að hefjast og deiliskipulag samþykkt til auglýsingar

Samþykkt hefur verið nýtt deiliskipulag til auglýsingar fyrir Íþróttasvæðið í Borgarnesi. Byggðarráð afgreiddi tillöguna á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag. Þá var samþykkt hefjast handa við forval fyrir útboð á byggingu á knatthúsi – fjölnota íþróttahúsi á svæðinu. Þann 19. júní var haldið opið hús fyrir íbúa þar sem bæði nýtt deiliskipulag og bygging hússins voru kynnt.  Þar voru á …

Auglýsing um forval

EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um þáttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á um 4065 m2 fjölnota íþróttahúsi á núverandi æfingarsvæði Skallagríms í Borgarnesi. Íþróttahúsið mun hýsa gervigrasvöll sem verður 42x62m að stærð, æfingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir sem samanstendur af hlaupabrautum, sandgryfju og kasthring. Í húsnæðinu verður salernisaðstaða, geymslur og anddyri í hliðarrýmum milli spyrnuveggja en …

Nýtt deiliskipulag – Sigmundarstaðir, mælimastur á Grjóthálsi

TILLAGA Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulags laga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðar afgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 7. júní 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Sigmundarstaða (L134748) fyrir tímabundnu mælimastri til vindrannsókna. Tillagan tekur til svæðis …

Listamanneskja Borgarbyggðar 2024

Hanna Ágústa var útnefnd sem „Listamanneskja Borgarbyggðar“ og móðir hennar Theodóra Þorsteinsdóttir fékk einnig viðurkenningu fyrir frábær störf við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.  Hanna er upprennandi stjarna sem við hér í samfélaginu getum verið stolt af, hún hefur aflað sér menntunar á sviði söngs og óperufræða, hlotið viðurkenningar og styrki vegna hæfileika sinna og metnaðar á sviði tónlistar. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir er …

Fjallkona Borgarnes 2024

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2024 á áttatíu ára lýðveldisafmæli Íslands var Edda María Jónsdóttir, nýstúdent úr Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir valinu. Edda María Jónsdóttir flutti ljóðið, Hvert á sér fegra föðurland, eftir Huldu, en ljóðið er hluti af ljóðabálki sem saminn var í …

Minnum á opið hús um deiliskipulag og knatthús 19. júní

Minnum á opna húsið í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 19. júní milli kl. 17 og 20 um tillögu að breytingu aðalskipulags og að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Þorsteinsgötu í Borgarnesi. Þá verða kynnt hönnunargögn, svo sem um útlit og staðsetningu, fyrir nýtt fjölnota íþróttahús – knatthús. Opna húsið verður á þriðju hæð í ráðhúsi Borgarbyggðar við Digranesgötu í Borgarnesi. Á …

Grenndarstöð við móttökustöðina á Sólbakka 12

Gámur fyrir grenndarstöð er kominn á móttökustöð á Sólbakka en frágangi á honum að utan er ólokið. Fasteignaeigendur íbúðarhúsnæða og frístundahúsa í sveitarfélaginu geta frá og með 14. júní byrjað að nota grenndarstöðina fyrir minni heimilisúrgang allan sólarhringinn fyrir eftirfarandi úrgangsflokka: Plast umbúðir Textíl Glerumbúðir Málmumbúðir Pappi-pappír Bylgjupappír Almennt sorp Kaffihylki Lítil raftæki Rafhlöður og einnota rafrettur Fyrirtæki og íbúar …

Spennandi sumarnámskeið fyrir börn í 4. – 7. bekk

Spennandi sumarnámskeið fyrir börn fædd 2011 – 2014.  Dansnámskeið  Tveggja vikna námskeið í Borgarnesi frá 24. Júní – 5 júlí 2024 Tími: Kl 13:00 – 14:00 Staðsetning: Íþróttahúsið í Borgarnesi. Verð: 5.300 kr. Viku námskeið á Kleppjárnsreykjum 08. – 12. júlí 2024 Tími: Kl 14:00 – 15:00 Staðsetning: Íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum Verð: 2.650 kr. Markmið námskeiðsins er að hafa gaman, …

Sumarnámskeið sérsniðið að börnum með aukna stuðningsþörf.

Fyrir 4., 5., 6. og 7. bekk. Námskeiðið er 1.-5. júlí og samtals 14 klst. Horft er á útiveru, sund og leiki á mismunandi stöðum í Borgarbyggð. Áhersla er lögð á það að minnka kröfur og leyfa börnum að njóta sín í flæði og leik í öruggu umhverfi. Sjá nánari upplýsingar hér