Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025 og skal umsóknum skilað í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu Borgarbyggðar eða …

Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar

Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar voru haldnir í janúar en áhersla var lögð á þá þætti sem verkefnið, Framtíðarfólk, byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sem einstaklinga. Upp voru settar vinnustöðvar þar sem nemendur gátu valið að vinna með umhverfismál, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum sem voru kynnt á opnu húsi í lok …

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.   Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.   Vettvangsskoðun …

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

NOTENDARÁÐ Í MÁLEFNUM FATLAÐRA OPINN FUNDUR

Kynning á notendaráði í málefnum fatlaðra hjá Borgarbyggð. Hlutverk notendaráðs er að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélagið við stefnumörkun og áætlanagerð er varðar málefni fatlaðs fólks og er skipað af notendum. Haldið á Hótel Vesturland 13. febrúar kl 14:00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Fundurinn er ætlaður einstaklingum með fötlun og aðstandendum þeirra.

Endurbygging brúar yfir Ferjukotssíki

Í kjölfar mikilla vatnavaxta síðustu mánaða stórskemmdist brúin yfir Ferjukotssýki  þann 15. janúar sl.  Hvítárvallarvegur hefur gegnt lykilhlutverki í samgöngum í Borgarbyggð og var brúin yfir Ferjukotssíki mikilvæg samgöngutenging fyrir íbúa svæðisins. Því er brýnt að endurbygging brúarinnar hefjist tafarlaust til að koma samgöngum á svæðinu í lag og lágmarka óþægindi fyrir íbúa og daglega iðju þeirra. Byggðarráð Borgarbyggðar skoraði …

Landstólpinn 2025

Landstólpinn 2025 Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með er lýst …

Stafrænt deiliskipulag

Frá árinu 2020 hafa skipulagshönnuðir/skipulagsráðgjafar þurft að vinna svæðis- og aðalskipulagsgögn á stafrænu formi auk hefðbundinna skipulagsgagna. Einnig er verið gerð krafa um að deiliskipulagsgögn verði unnin á stafrænu formi sbr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tók það gildi frá og með 1. janúar 2025.   Það felur m.a. í sér að vinna þarf skipulagsgögn í landupplýsingakerfi með samræmdum …

Við viljum heyra frá þér! 

Þjónustukönnun Borgarbyggðar Borgarbyggð vinnur stöðugt að því að bæta þjónustu við íbúa. Taktu þátt í þjónustukönnuninni og hjálpaðu okkur að gera enn betur! Könnuninni tekur aðeins örfáar mínútur, og svörin eru nafnlaus. Smelltu hér til að taka þátt!

Takk Guðmundur!

Nýtt bráðabirgða biðskýli er nú komið upp á Hvanneyri. Um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri, hagleiksmaður og snillingur, smíðaði. Eins og sjá má notaði Guðmundur gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu. Við þökkum Guðmundi innilega fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum fyrir veðri og vindum meðan beðið …