Kæru íbúar
Þá hefst síðasta vikan í þessum janúarmánuði. Fyrstu vikur ársins hafa farið vel af stað og ljóst er að miklar áskoranir og skemmtileg verkefni bíða okkar á komandi mánuðum.
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2022. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 74 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is.
Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2021
Líkt og á síðasta ári var kjör á íþróttamanni ársins í ár með öðru sniði en venja er. UMSB bjó til myndband sem birtist í síðustu viku og var það hún Kristín Þórhallsdóttir sem hlaut nafnbótina íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2021.
Tilmæli almannavarnanefndar Vesturlands um sóttvarnir og skimun
Almannavarnanefnd Vesturlands kom saman fyrr í mánuðinum ásamt sóttvarnalæknum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Heilsu- og menningarstyrkur fyrir öryrkja og eldri borgara í Borgarbyggð
Borgarbyggð vill minni á heilsu- og menningarstyrkinn fyrir öryrkja og eldri borgara í sveitarfélaginu.
Dagbók sveitarstjóra – Nýárspistill
Kæru íbúar
Þá er nýtt ár gengið í garð og þegar ég lít til baka yfir árið 2021 er mér þakklæti og stolt efst í huga. Þakklæti til starfsfólks Borgarbyggðar sem vinnur hörðum höndum að því að gera sveitarfélagið okkar betra og nýtir til þess hugvit sitt, þekkingu og þor
Skrifað undir samstarfssamning við Föstudaginn Dimma
Þann 6. janúar sl. undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir f.h. Föstudagsins Dimma, samstarfssamning vegna hátíða.
Þrettándahátíðin fellur niður
Vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19 verður ekki formleg dagskrá í tilefni að þrettándanum eins og hefð er fyrir.
Jólakveðja
Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.









