Sparisjóðurinn afhendir Mími skjávarpa.

Fulltrúi Sparisjóðs Mýrasýslu kom færandi hendi í Mími félagsmiðstöð ungmenna í Borgarbyggð í gærkvöldi.Guðrún Daníelsdóttir fulltrúi bankans afhenti Mími fullkomin skjávarpa að gjöf og kemur hann sér vel í starfið þar. “Þetta er góð gjöf frá SM inn í starfið á þriggja ára afmæli Mímis ungmennahúss” sagði formaður innra starfs Mímis Gunnar Aðils Tryggvason þegar hann þakkaði fyrir hönd húsráðs …

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

LAUST STARF

Borgarbyggð auglýsir hér með laust starf við ræstingar í leikskólanum Mávakletti 14 í Borgarnesi. Um er að ræða ræstingar í leikskólanum eftir lokun alla virka daga, u.þ.b. 2,5 klst. í senn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Borgarbyggðar. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 17. …

Jólaútvarpið Fm. 101,3 í loftið

Það er alltaf gleðiefni í skammdeginu þegar jólaútvarp unglingana í Óðali fer í loftið. Eins og vanalega er um fjölbreytt útvarp að ræða með þætti frá yngri bekkjum og unglingum í bland. Tekin verður púls á bæjarmálum í pallborðsumræðum kl. 12.oo á föstudaginn þar sem bæjarráð, bæjarstjóri og fulltrúar atvinnulífsins mæta í fréttastofu. Okkar vinsælu heimasmíðuðu auglýsingar verða á sínum …

Forvarnarfundur fyrir foreldra í Óðali

  Fjölmenni var á foreldrafundi um vímuvarnir í Félagsmiðstöðinni Óðali sem Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar stóð fyrir í gærkvöldi. Fyrirlesari var Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi Maríta samtökunum sem fyrr um daginn hafði spjallað við unglinga í grunnskólum sveitarfélagsins ásamt Kristjáni Inga fulltrúa frá lögreglunni. Á fundinum var margvísleg fræðsla og upplýsingar til foreldra. Fram kom að fíkniefni eru seld í Borgarbyggð. Við verðum …

Fm Óðal 101,3 hefst þriðjudaginn 9. des. n.k.

  Útvarpið hefst þriðjudaginn 9. desember og því lýkur með lokahófi þátttakenda í beinni útsendingu föstudaginn 13. desember kl. 23.oo Fjölmargir koma að handritagerð og flutningi enda er boðið upp á þetta sem hluta af námi í flestum eldri bekkjanna í Grunnskólanum. Yngri bekkir eru auðvitað með sína þætti og án efa bíða margir spenntir að heyra afraksturinn í útvarpinu. …

Aukinn fíkniefnavandi í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur aldrei verið lagt hald á meira magn af fíkniefnum en gert hefur verið í ár. Að hluta til er það vegna aukinnar löggæslu og virkni lögreglunnar í Borgarnesi við rannsóknir fíkniefnamála en einnig er það vegna aukinnar meðferðar fíkniefna á svæðinu. Sérstaklegavarhugaverð er sú staðreynd að lögreglan hefur verið að haldleggja sterkari efni svo …

Glæsileg ungmenni á balli !

  Þau voru glæsileg þau 400 ungmenni sem tóku þátt í árlegu Æskulýðs- og forvarnarballi í Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Skipulag hátíðarinnar var í höndum stjórnar Nemendafélags G.B. og félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Dagskráin hófst með því að fulltrúar þeirra 14 skóla sem þarna voru saman komin tróðu upp með fjölbreytt skemmtiatriði þar sem einar fimm unglingahljómsveitir stigu á stokk. Það voru …

Forvarnar- og æskulýðsballið !

Þá er komið að því ! Hið árlega Æskulýðsball 14 skóla af Vesturlandi er í kvöld á Hótel Borgarnesi. Það er félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag G.B. sem skipuleggur þessa unglingahátíð. Um 450 unglingar mæta til leiks að þessu sinni og hefst dagskrá kl. 20.oo með kvöldvökuatriðum frá öllum skólum. Því næst stígur hin landsfræga hljómsveit Papar á stokk og heldur …

Sameiginlegur fundur !

Fulltrúar Menningar, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar dvöldu á Hótel Borgarnesi um helgina og voru að leggja lokahönd á fjárhagsáætlanagerð sína. Tækifærið var notað til að slá upp sameiginlegum kynnis- og fræðslufundi með heimamönnum þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fulltrúar úr Tómstundanefnd og Menningarmálanefnd Borgarbyggðar ásamt bæjarstjóra Páli S Brynjarsyni skiptust á hugmyndum og framtíðaráformum í þessum málaflokkum. Ljóst er að …