Gleðigjafinn í skammdeginu er mættur ! Jólaútvarp unglinga í Óðali er hafið og stendur í næstu fjóra daga. Sent er út á Fm. 101.3 frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið. Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu og sérstakur bæjarmálaþáttur kl. 12.oo næsta fimmtudag og þá mætir …
Frábært æskulýðsball !
400 unglingar frá 15 skólum skemmtu sér hið besta á árlegu Forvarnar- og æskulýðsballi Óðals og NFGB sem fram fór á Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Mögnuð skemmtidagskrá var flutt frá nemendafélögum og hljómsveitin Kung-fu hélt uppi dúndrandi stuði á eftir. Allir unglingarnir og starfsmenn fengu barmmerki með slagorði kvöldsins: Einelti er ömurlegt – ég tek ekki þátt í því …
Sparkvöllur vígður
Sparkvöllur á lóð Grunnskólans í Borgarnesi var vígður formlega s.l. fimmtudag. Fjölmenni mætti á þessa vígslustund þar sem gervigrasvöllurinn var formlega tekinn í notkun. Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar, formaður knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóri KSÍ fluttu ávörp og Þornbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur blessaði mannvirkið. Ungir knattspyrnumenn sem nokkrum árum áður höfðu mætt á bæjarstjórnarfund með áskorun þess efnis að byggja svona mannvirki …
Lokað vegna jarðarfarar
Skrifstofa Borgarbyggðar verður lokuð frá kl. 13,oo miðvikudaginn 10. nóvember 2004 vegna jarðarfarar Kristínar Þorbjargar Halldórsdóttur.
Íbúafundir í Borgarbyggð
þjónusta í þína þágu Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundum á næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að ræða um og fá upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Á þessum fundum munu bæjarstjóri, bæjarritari, félagsmálastjóri, bæjarverkfræðingur, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustufulltrúi dreifbýlis sitja fyrir svörum og veita uppplýsingar um þjónustuna. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn …
Gervigrasvöllurinn tilbúinn !
Páll bæjarstjóri prófar völlinn! Nú er sparkvöllurinn við grunnskólann loksins tilbúinn og hægt að fara að sparka bolta þar. Mörkin eru komin í og ekkert því til fyrirstöðu að fara að prófa. Enn er verið að vinna við uppsetningu lýsingar og tengingu hita en það ætti að klárast á næstu vikum. En veðrið er gott og ekkert því til fyrirstöðu …
Skallagrímur byrjar vel !
Um 400 manns urðu vitni að frábærum sigri Skallagríms á Grindavík 81-80 í Intersportdeildinni í gærkvöldi í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Leikurinn var æsispennandi og gefur góðar vonir um áframhaldandi skemmtun á íþróttasviðinu í vetur. Takið því leikdaga frá í vetur og mætið í íþróttahúsið með alla fjölskylduna til að hvetja liðið okkar. Áfram Skallagrímur!
Afmælisþula Borgarbyggðar 2004
Þulan sem Unnur Halldórsdóttir samdi í tilefni 10 ára afmælis Borgarbyggðar er komin á vef Borgarbyggðar, sjá „Afþreying“
Sauðamessa tókst vel
Um síðustu helgi var haldin svokölluð Sauðamessa í Borgarnesi og voru það frumkvöðlarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson sem framkvæmdu hugmynd sína svo eftir var tekið. Hátíðin var vel auglýst og skilaði það sér í því að hingað komu á milli þrjú og fjögur þúsund manns á Sauðamessu þar sem sauðkindin var hafin til vegs og virðingar sem hún …
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Borgarnesi
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í síðustu viku magnaða tónleika í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Um daginn fjölmennti unga fólkið í Borgarbyggð á ókeypis barnatónleika en um kvöldið voru svo tónleikar fyrir fullorðna. Húsfylli var og sannarlega gaman að fá þessa hljómsveit allra landsmanna í heimsókn í íþróttamiðstöðina. Karlakórinn Söngbræður tóku nokkur lög við undirleik sveitarinnar og tókst þeim vel upp …