Á annað þúsund manns mættu í Skallagrímsgarð og tók þátt í hátíðarhöldum í Borgarnesi. Sól og blíða lék við íbúa sveitarfélagsins og fjölmarga gesti sem mættu í garðinn og er óhætt að fullyrða að aldrei hafi svo margir komið saman og …
Tíu ára afmæli Borgarbyggðar
Þau voru heiðruð fyrir framlag sitt til samfélagsins í Borgarbyggð: Aftari röð F.v. Sæmundur Sigmundsson, Bjarni Bachman, Snorri Þorsteinsson, Bjarni Valtýr Guðjónssson, Guðmundur Ingimundarson, Konráð Andrésson og Jón Þór Jónasson. Fremri röð f.v. Elsa Arnbergsdóttir, Freyja Bjarnadóttir og Sigrún Símonardóttir Síðastliðinn föstudag var þeim tímamótum fagnað að tíu ár eru liðin frá því sveitarfélagið Borgarbyggð varð til með sameiningu sveitarfélaga …
10 ára afmæli Borgarbyggðar !
Föstudaginn 11. júní n.k. eru liðin 10 ár frá því að sveitarfélagið Borgarbyggð varð til í kjölfar sameiningar Borgarnesbæjar, Hraunhrepps, Stafholtstungnahrepps og Norðurárdalshrepps. Árið 1998 stækkaði sveitarfélagið frekar þegar Álftaneshreppur, Borgarhreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust Borgarbyggð. Í tilefni þessara tímamóta verður haldin vegleg afmælisveisla föstudaginn 11. júní. Dagskráin hefst kl. 14.30, en þá verður Pakkhúsið við Brárkarbraut opnað eftir miklar endurbætur. …
Ég reyki ekki !
Í morgun var hafist handa við að dreifa forvarnarbolum til unglinga í 7. – 10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar sem ekki reykja. Átakið er að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar sérstaklega styrkt af Tóbaksvarnarráði. Á bolunum eru fjölbreytt slagorð sem eiga vel við ungmennin okkar sem ekki reykja: Ég hugsa sjálfstætt ! Ég virði líkama minn ! Ég er vinur …
Borgarfjarðardeild RKÍ gefur íþróttamiðstöðinni súrefnisgjafatæki
Ragnhildur Kristín og Geir afhenda Indriða íþróttafulltrúa gjöfina. Á kynningu á samstarfi Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Heilsulindarsamtaka Reykjavíkur og nágrennis í markaðsmálum sem haldin var í Óðali á dögunum kom Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands færandi hendi og afhenti forsvarsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar að gjöf sérhæft súrefnisgjafatæki fyrir sundstaði. Við sama tækifæri fögnuðu menn því að enn einu sinni var nýtt met …
Framkvæmdir hafnar.
Nú er byrjað á framkvæmdum við að setja nýtt parket á gólfið í sal íþróttamiðstöðvarinnar. Verið er að taka gamla ónýta dúkinn af og sakna hans fáir. Reiknað er með að í byrjun næstu viku verði farið að leggja nýja efnið á gólfið. Íþróttakennsla og æfingar færast út í góða veðrið og hafa allir gott af því að fá ferskt …
Laus störf við Grunnskólann í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir myndmenntakennara í fullt starf fyrir næsta skólaár. Grunnskólinn í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 330 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn rekur metnaðarfullt skólastarf, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum kennurum og lögð …
Útboð á skólaakstri
Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli óska eftir tilboðum í skólaakstur með nemendur skólanna. Nánari upplýsingar eru í liðnum “tilkynningar” hér vinstra megin á síðunni.
Kynningarfundur – Umhverfisstjórnun fyrirtækja – Umhverfisvitinn
Fimmtudaginn 15. apríl 2004, klukkan 20:30 verður haldinn á Hótel Borgarnesi kynningarfundur um umhverfisstjórnun fyrirtækja og Umhverfisvitann, sem er umhverfisvottunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Borgarbyggð hefur ákveðið að gerast aðili að þessu kerfi og verður á fundinum kynnt hvað felst í þessu kerfi og hvernig því verður komið á í sveitarfélaginu. Einnig verður á fundinum kynnt umhverfisstarf í …
Laus störf við grunnskóla Borgarbyggðar
Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli auglýsa eftir kennurum fyrir skólaárið 2004-2005. Grunnskólinn í Borgarnesi Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 330 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn rekur metnaðarfullt skólastarf, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum kennurum og lögð er …