Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast formanni menningarmálanefndar, Jónínu Ernu …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2005
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 samþykkt í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 1.069 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 831 milljónir eða tæp 78% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 951 milljón, afskriftir 57 milljónir og fjármagnskostnaður verði 68 milljónir. Afgangur frá rekstri fyrir …
Uppbygging Norðuráls á Grundartanga
Verkalýðsfélag Borgarness og Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi á Hótel Borgarnesi miðvikudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30. Á fundinum munu þeir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls og Kristján Sturlusonframkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls gera grein fyrir þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu á Grundartanga. Allir velkomnir Verkalýðsfélag Borgarness Borgarbyggð
Gleðilegt ár 2005
Þrettándabrenna verður á Seleyri fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00 Borgarbyggð, Njarðtak og Björgunarsveitin Brák standa fyrir brennu og flugeldasýningu þetta kvöld. Hljómsveitin Þotuliðið leikur – Fjölmennum og fögnum saman nýju ári ! i.j.
Gleðileg jól
Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.
Tækifærin bíða framundan í Borgarfirði sagði ráðherra
Tækifærin eru framundan í Borgarfirði öllum og um að gera að grípa þau sagði Sturla Böðvarsson ráðherra þegar hann var gestur fréttamanna Fm. Óðals jólaútvarpi unglinga sem stendur nú sem hæst. Sturla ráðherra og Bergþór Ólason aðstoðarmaður hans fóru á kostum í hljóðstofu og töluðu um að á næsta ári yrðu framkvæmdir og umbætur í vegakerfinu á Vesturlandi og að …
Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.
Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Jólaútvarp unglinga Fm. Óðal 101.3
Gleðigjafinn í skammdeginu er mættur ! Jólaútvarp unglinga í Óðali er hafið og stendur í næstu fjóra daga. Sent er út á Fm. 101.3 frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið. Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu og sérstakur bæjarmálaþáttur kl. 12.oo næsta fimmtudag og þá mætir …
Frábært æskulýðsball !
400 unglingar frá 15 skólum skemmtu sér hið besta á árlegu Forvarnar- og æskulýðsballi Óðals og NFGB sem fram fór á Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Mögnuð skemmtidagskrá var flutt frá nemendafélögum og hljómsveitin Kung-fu hélt uppi dúndrandi stuði á eftir. Allir unglingarnir og starfsmenn fengu barmmerki með slagorði kvöldsins: Einelti er ömurlegt – ég tek ekki þátt í því …
Sparkvöllur vígður
Sparkvöllur á lóð Grunnskólans í Borgarnesi var vígður formlega s.l. fimmtudag. Fjölmenni mætti á þessa vígslustund þar sem gervigrasvöllurinn var formlega tekinn í notkun. Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar, formaður knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóri KSÍ fluttu ávörp og Þornbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur blessaði mannvirkið. Ungir knattspyrnumenn sem nokkrum árum áður höfðu mætt á bæjarstjórnarfund með áskorun þess efnis að byggja svona mannvirki …