Spennandi störf í boði

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennurum frá 1. febrúar og út skólaárið. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2007. Klettaborg er 4ra deilda leikskóli, staðsettur á tveimur stöðum í Borgarnesi, Borgarbraut 101 og Mávakletti 14. Leikskólinn Klettaborg er gefandi vinnustaður sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er …

Frá framkvæmdasviði: holuviðgerðir

Verið er að vinna að þvi að klára holuviðgerðir sem fyrst í Borgarnesi. Veður hefur hinsvegar verið með þeim hætti að ekki hefur verið unnt að vera í slíkum viðgerðum. Verktaki er hinsvegar tilbúinn að fara af stað í verkið um leið og tíð leyfir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem fólk hefur orðið fyrir af þessum völdum.   …

Jólin kvödd

Mikið af fólki kom á þrettándabrennu sveitarfélagsins og glæsilega flugeldasýninguBjörgunar-sveitarinnar Brákar á Seleyri við Borgarfjarðarbrú á laugardaginn. Veður var milt og gott og fólk naut skemmtiatriða og samveru við brennuna. Sönghópur unglinga kom fram fyrir flugeldasýninguna og söng undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri var Halldór Sigurðsson hjá HS verktaki. Sérstakir styrktaraðilar flugeldasýningar og brennu voru Sparisjóður Mýrasýslu …

Vel heppnuð vatnshátíð

Fjölmargir gestir nutu hátíðardagskrár Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og féllu í góðan jarðveg og flugeldasýning Björgunar-sveitarinnar Brákar naut sín vel í lygnu og heiðskíru veðri. Í einu horni garðsins voru listamenn sem skáru út myndir í klakastykki af mikilli list. Á myndinni má sjá merki Borgarbyggðar mótað í ís.    

Hátíð í dag og þrettándabrenna á morgun

Í dag verður mikil hátíð í Skallagrímsgarði þar sem því verður fagnað að Grábrókarveita, ný vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður formlega tekin í notkun. Hátíðin hefst kl. 17:00. Þar kemur m.a. Snorri Hjálmarsson fram ásamt Páli á Húsafelli sem leikur á steinhörpuna sína, Bjarni töframaður galdrar og sönghópur unglinga flytur nokkur lög. Þá flytur Gísli Einarsson vatnshugvekju og síðast …

Góður fengur fyrir klúbbastarfið

Gunnar Gauti dýralæknir færði Félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi góða gjöf nú fyrir jólin. Um var að ræða myndbandstökuvél sem Gunnar er hættur að nota og kemur sér vel í stuttmyndagerð og önnur skyld verkefni sem unnin eru í klúbbastarfinu í Óðali.   Á myndinni má sjá Gunnar og dætur hans afhenda Óla Þór ritara nemendafélagsins og Davíð Andra yfirmanni tæknimála …

Þrettándabrenna

Haldin verður brenna og flugeldasýning á Seleyri á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar, í samvinnu Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar. Kveikt verður í brennunni kl. 18.00 og fyrir flugeldasýninguna mun sönghópur unglinga syngja nokkur jóla- og áramótalög undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri er Halldór Sigurðsson hjá HS Verktaki og flugeldasýningin er haldin með sérstökum tilstyrk Sparisjóðs Mýrasýslu.  

Fagnað í Skallagrímsgarði

Þáttaskil verða í neysluvatnsmálum í Borgarfirði næstkomandi föstudag þegar Grábrókarveita, ný vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði, verður formlega tekin í notkun. Hátíð í tilefni þessa verður haldin í Skallagrímsgarði í Borgarnesi ef veðurguðirnir samþykkja þá tilhögun. Ef ekki þá verður athöfnin færð inn í íþróttahúsið í Borgarnesi. Hátíðin hefst kl. 17:00 með stuttum ávörpum. Þá stígur Snorri Hjálmarsson tenór ásamt …

Við áramót

Nýtt ár heilsar, nafn þess vekur nýjar vonir brjósti í. Býður það oss blessun sína, bjarta daga og vor á ný, leysir burtu deyfð og drunga, dreifir skýjum sólu frá, lyftir sál á ljóssins vængjum lífsins yfir breiðan sjó.   Vilborg Jóhannesdóttir frá Geirshlíð, Flókadal. (Og þá rigndi blómum 1991: 336) Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar sendir íbúum bestu óskir um …

Varlega skal farið

Hér er ítrekuð frétt frá því í byrjun desember, þar sem slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Bjarni Þorsteinsson, hvetur til sérstakarar aðgæslu á þessum vikum þegar mikið er um alls konar jólaskreytingar og notkun flugelda. Hér á eftir fer listi hans um nokkur atriði sem fólk þarf að hafa sérstaklega í huga um jól og áramót: Reykskynjarar – það er góð vinnuregla að …